Food & fun
Atli Már Yngvason – Nauthóll – Veitingarýni – F&F
Nauthóll tekur þátt í Food & Fun og fær til sín í fyrsta skipti í sögu F&F, íslenskan gestakokk hann Atla Má Yngvason.
Atli Már flutti eftir nám sitt til Osló árið 2007 og hefur búið þar síðan. Hann hóf árin í Osló hjá veitingastaðnum Bagatelle sem var á þeim tíma talin einn sá besti í Skandinavíu og sá eini með tvær Michelin stjörnur í Noregi.
Eftir glæsileg ár hjá Bagatelle flutti hann sig um set til Restaurant Victor sem sous chef og í framhaldi ferðaðist hann í ár um Asíu til að fanga asíska matargerð. Árið 2013 opnaði Atli Már svo Pjoltergeist ásamt samstarfsfélögum sínum og er Pjoltergeist orðinn einn sá vinsælasti í Osló og sá staðurinn sem kokkar Michelin veitingahúsa koma og snæða á sínum frídögum.
Boðið var uppá 5 rétta matseðil. Forréttur, milliréttur og aðalréttur voru borið fram á platta/diskum á til að deila:
Ferskt og gott, ígulkerið kom frá Breiðafirði.
Vorrúllan góð og öðruvísi, smá svona sushifílingur í þessu. Saltfiskrúllan var fín.
Þorskurinn var mjúkur og bragðgóður og var hægeldaður við 48 gráður.
Taco fílingur í þessu. Tók sér salatblað og setti kjötið í ásamt meðlæti. Þessi réttur kom hressilega á óvart.
Ísinn var góður en vantaði kannski smá lit í réttinn fyrir augað.
Vel útilátnir skammtar og fínn matur. Því miður náðum við ekki að hitta á gestakokkinn hann Atla en spjölluðum aðeins við Ara Sylvain Posocco yfirmatreiðslumann staðarins.
Við þökkum kærlega vel fyrir okkur.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt1 dagur síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða