Food & fun
Atli Már Yngvason – Nauthóll – Veitingarýni – F&F
Nauthóll tekur þátt í Food & Fun og fær til sín í fyrsta skipti í sögu F&F, íslenskan gestakokk hann Atla Má Yngvason.
Atli Már flutti eftir nám sitt til Osló árið 2007 og hefur búið þar síðan. Hann hóf árin í Osló hjá veitingastaðnum Bagatelle sem var á þeim tíma talin einn sá besti í Skandinavíu og sá eini með tvær Michelin stjörnur í Noregi.
Eftir glæsileg ár hjá Bagatelle flutti hann sig um set til Restaurant Victor sem sous chef og í framhaldi ferðaðist hann í ár um Asíu til að fanga asíska matargerð. Árið 2013 opnaði Atli Már svo Pjoltergeist ásamt samstarfsfélögum sínum og er Pjoltergeist orðinn einn sá vinsælasti í Osló og sá staðurinn sem kokkar Michelin veitingahúsa koma og snæða á sínum frídögum.
Boðið var uppá 5 rétta matseðil. Forréttur, milliréttur og aðalréttur voru borið fram á platta/diskum á til að deila:
Ferskt og gott, ígulkerið kom frá Breiðafirði.

FORRÉTTIR
Saltfiskbollur „Takoyaki“, harðfiskur, og íslenskt söl.
Fersk vorrúlla, linskelskrabbi, lárpera og löjrom.
Vorrúllan góð og öðruvísi, smá svona sushifílingur í þessu. Saltfiskrúllan var fín.
Þorskurinn var mjúkur og bragðgóður og var hægeldaður við 48 gráður.

AÐALRÉTTUR
Kóreanskt BBQ með íslensku grísakjöti frá Ormstöðum, chili majónes, kimchi, kasjúhnetur og salat.
Taco fílingur í þessu. Tók sér salatblað og setti kjötið í ásamt meðlæti. Þessi réttur kom hressilega á óvart.
Ísinn var góður en vantaði kannski smá lit í réttinn fyrir augað.
Vel útilátnir skammtar og fínn matur. Því miður náðum við ekki að hitta á gestakokkinn hann Atla en spjölluðum aðeins við Ara Sylvain Posocco yfirmatreiðslumann staðarins.
Við þökkum kærlega vel fyrir okkur.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora