Markaðurinn
Ástríðan fyrir hágæða matvælaframleiðslu
Bræðurnir Harrison og Wallace McCain voru sannkallaðir frumkvöðlar í matvælaiðnaði og hófu snemma að þróa hátæknilausnir til að geyma og dreifa afurðum sínum og nú eru vörur þeirra ekki aðeins eitt þekktasta vörumerki í heimi, heldur þekktar fyrir áratugalanga sérþekkingu og ástríðu fyrir hágæða matvælaframleiðslu. Þetta eru McCain franskar.
McCain franskar kartöflur eru meira en bara meðlæti, þær eru afurð sterkra gilda sem haldið hafa velli frá stofnun McCain Foods árið 1957 í smábænum Florenceville í New Brunswick í Kanada. Þau eru að vinna náið með bændum, tryggja rekjanleika hráefna og að framleiða matvæli sem neytendur geta treyst á. 68 árum síðar er McCain leiðandi á heimsvísu í frosnum kartöfluvörum með yfir 50 framleiðslustöðvar í yfir 160 löndum.
Lykilatriði í því að viðhalda þeim miklu gæðum sem McCain franskar kartöflur eru þekktar fyrir, er að tryggja gæðin frá akri til ofns, enda er strangt ferli sem liggur að baki ræktun, meðhöndlun, framleiðslu og geymslu afurðanna. Þannig eru aðeins bestu afbrigðin notuð og kartöflurnar eru ræktaðar undir ströngu gæðaeftirliti í samstarfi við yfir 3.000 bændur um heim allan.
Háþróuð vinnslutæknin tryggir að sérhver framleiðslueining verður stökk og gullinbrún án þess að tapa næringargildi og hráefnin eru án rotvarnarefna, gervibragðefna eða litarefna. Aðeins kartöflur, jurtaolía og nátttúruleg krydd tryggja þau gæði sem McCain er þekkt fyrir.
Þá er sjálfbærni í forgrunni hjá fyrirtækinu og McCain hefur markvisst unnið að því að minnka kolefnisspor sitt með notkun endurnýjanlegrar orku. Stefnan er skýr; öll framleiðslan verður sjálfbær innan fimm ára.
Danól er stoltur umboðsaðili McCain og veit sem er að ástríðan skilar sér alla leið á diskinn, enda treysta neytendur vöru sem byggir á grunngildum kanadísku bræðranna um gæði og hollustu.
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini








