Frétt
Aspasdós frá ORA innkölluð, neytendum bent á að skila vörunni
Matvælastofnun varar við notkun á einni best fyrir dagsetningu af ORA aspasbitum í dós vegna þess að aðskotahlutur fannst. ÓJ&K-Ísam ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað vöruna frá neytendum.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við
- Vörumerki: ORA
- Vöruheiti: Aspas, í bitum (1/2 dós)
- Strikamerki: 5690519017900
- Nettómagn: 411 g
- Best fyrir dagsetning: 05.07.2027
- Framleiðsluland: Bandaríkin
- Framleiðandi: Honee Bear Canning
- Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru
ÓJ&K-Ísam, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík. - Dreifing (verslanir)
Verslanir Haga (Hagkaup, Bónus), Extra, Fjarðarkaup, Jónsabúð, Kaupfélag V-Húnvetninga,
verslanir Samkaupa, Verslunin Hlíðarkaup, Krónan, Melabúðin, Prís.
Leiðbeiningar til neytenda:
Neytendur sem hafa keypt umrædda vöru eru beðnir um að hætta notkun hennar og farga en einnig má skila henni í versluninni þar sem hún var keypt. Ef einhverjar spurningar vakna eða fyrir nánari upplýsingar vinsamlega hafið samband við ÓJ&K-Ísam í síma 535 4000 eða með því að senda tölvupóst á [email protected].
Mynd: mast.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






