Frétt
Áskorun til stjórnvalda Frá Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði (SFV)
Vegna fyrirhugaðra afléttinga á sóttvörnum
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVF) senda frá sér eftirfarandi áskorun vegna fyrirhugðra afléttinga á sóttvörnum innanlands.
1. Að fjöldi gesta veitingahúsa verði aukinn í 50 manns í hverju rými.
Veitingahús hafa setið eftir þegar hámarksfjöldi viðskiptavina hefur verið aukinn í öðrum greinum, s.s. líkamsrækt, sundi, leikhúsum o.s.frv. Það hafa ekki verið færð nein haldbær rök fyrir því hvers vegna sambærilegar aukningar á gestafjölda hafa ekki tekið til veitingahúsa.
2. Að sérstakar undanþágur verði leyfðar varðandi 2 metra regluna.
Þar sem stærð og innanrými staða er misjafnt og í mörgum tilfellum mjög takmarkað kemur aukinn gestafjöldi að takmörkuðu gagni. SVF skorar því á stjórnvöld að setja sérstakar undanþágur um veitingastaði þar sem 1 metra regla er leyfð á milli viðskiptavina. Vegna fárra smita í samfélaginu, auk þess að gestum ber að sitja í sínum sætum á afmörkuðum svæðum, er tryggt að ekki sé samgangur á milli gesta. Eins bera að nefna að þar sem veitingastaðir vinna með matvæli þá eru þrif og sóttvarnir ávallt í fyrirrúmi.
3. Að opnunartími verði færður til 23:00.
Fyrir veitingastaði þá skiptir hver klukkustund miklu máli og því mikilvæg breyting að
geta tekið við gestum til kl. 23.00. Að auki kallar SVF eftir skýrari reglum um hve langan tíma veitingahús hafa til að tæma staði eftir lokun. Það þarf að vera skýrt og ekki á reiki. Á það er bent að mun meiri hætt er á hópamyndun sé öllum gert að yfirgefa á sama tíma í stað þess að gefa fólki tíma og svigrúm til að klára mat og drykk og yfirgefa að því loknu.
Þá óska samtökin eftir því að látið verði af stöðugum lögregluaðgerðum með tilheyrandi fréttaflutningi sem grefur undan greininni í heild sinni. Veitingastaðir hafa lagt sig fram um að starfa eftir settum reglum enda hafa smit ekki verið rakin til veitingastaða. Umræðan um veitingastaði, eftirlit og aðgerðir sem þeim tengjast, er hróplega úr takti við nauðsyn og raunverulega stöðu.
Aðrar atvinnugreinar hafa margoft ekki náð að virða tveggja metra reglu eða fjöldatakmarkanir en ekki þurft að sæta stöðugum eftirlitsferðumm, sektum og fjölmiðlaumfjöllun. Óskum við í framhaldinu eftir því eitt gildi yfir alla og að veitingahúsum sem og öðrum atvinnugreinum verði veitt sama svigrúm til að takast á við faraldurinn og áskoranir honum tengdum.
SVF taka á sama tíma heilshugar undir sjónarmið rekstraraðila kráa og bara sem hafa þurft að upplifa óútskýranlegt ósamræmi og rökleysu hvað varðar sóttvarnarreglur sem þeim er gert að hlíta.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum