Frétt
Áskorun til stjórnvalda – Frá Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SFV) lýsa yfir sárum vonbrigðum með fullkomið skilningsleysi stjórnvalda á aðstæðum veitingastaða sem raungerast enn og aftur í nýjum sóttvarnarreglum sem tóku gildi þann 13. janúar, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum.
Nú er svo komið að mörg veitingahús hafa þegar lagt árar í bát og hætt rekstri og fjölmörg eru komin út á ystu nöf og hafa ekki rekstrarlegt úthald í óbreyttum takmörkunum. SFV sendi út skoðanakönnun meðal fyrirtækja í greininni í desember síðastliðnum og kom þar fram að nærri helmingur svarenda telja rekstur sinn ekki lifa út febrúar 2021 án frekari tilslakana á fjöldatakmörkunum og skorðum á opnunartíma.
SFV sjá engin haldbær rök fyrir þeim takmörkunum sem settar eru á veitingageirann og því ósamræmi sem birtist okkur í tilslökunum í öðrum greinum, s.s. leikhúsum og verslunum. Það er öllum ljóst að aðgerðir stjórnvalda hafa kippt stoðunum undan rekstrargrundvelli veitingastaða.
Greinin hefur mátt búa við fjöldatakmarkanir í tæpt ár og úrræði stjórnvalda hafa verið afar takmörkuð á sama tíma. SFV taka á sama tíma heilshugar undir sjónarmið rekstraraðila kráa og bara sem hafa þurft að upplifa óútskýranlegt ósamræmi og rökleysu hvað varðar sóttvarnarreglur sem þeim er gert að hlíta.
SFV skorar hér með á stjórnvöld að bregðast við stöðu veitingageirans tafarlaust áður en fleiri veitingastaðir gefast upp og falla með tilheyrandi kostnað fyrir samfélagið.
Áskorun SFV:
- Að hámarksfjöldi viðskiptavina verði hækkaður í 50 manns líkt og hjá verslunum
- Að opnunartími veitingastaða verði til kl. 23.00
- Að kráir og barir fái að starfa skv. sömu skilmálum og veitingastaðir
- Hið opinbera hjálpi endureisn veitingageirans með skattaívilninum í framtíðinni með tímabundinni endurgreiðslu virðisaukaskatts í tólf mánuði Júlí 2021- Júlí 2022 til að aðstoða greinina til viðspyrnu eftir þessa erfiðu tíma.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum