Keppni
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
- Ashley Marriott 1. sæti
- Auður Gestsdóttir 2. sæti
- Freyja Þórisdóttir 3. sæti
Barlady kokteila keppnin á Íslandi var haldin með pompi og prakt síðastliðinn mánudag. Keppnin er skipulögð af Barþjónaklúbbi Íslands í Samstarfi við Samtök Íslenskra Eimingarhúsa og er fyrir konur og kvár í bar geiranum.
Keppnin virkar þannig að dómarar frá Barþjónaklúbbnum og Samtökunum Íslenskra Eimingarhúsa fara á milli vinnustaða keppenda til þess að smakka kokteilana þeirra. Keppendur fengu dregið eimingarhús og þurftu að nota vöru frá því í forgrunni kokteilsins. Aðilar af Samtökum Íslenskra EImingarhúsa sem tóku þátt í keppninni eru:
Hovdenak Distillery
Reykjavík Distillery
Eimverk Distillery
Brunnur Distillery (Himbrimi)
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi
Ashley Marriott á Amma Don/ÓX kom sá og sigraði keppnina með kokteilnum sínum Atomic Bloom, en hún notaði Hvannar ginið frá Reykjavík Distillery í forgrunni koktelsins. Í 3. sæti var Freyja Þórisdóttir hjá Reykjavík Cocktails með drykkinn sinn Violet Femmes og í 2. sæti var Auður Gestsdóttir á Tipsý með kokteilinn sinn cardaMAMI.
Haldið var bransakvöld til heiðurs konum og kvár í veitingageiranum um kvöldið á Tipsý þar sem stemningin var rafmögnuð, en þar fór einnig fram verðlaunaafhending.
Hægt er að lesa nánari upplýsingar um keppnina á vefslóðinni barlady.net.
Myndir: aðsendar

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn