Keppni
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
- Ashley Marriott 1. sæti
- Auður Gestsdóttir 2. sæti
- Freyja Þórisdóttir 3. sæti
Barlady kokteila keppnin á Íslandi var haldin með pompi og prakt síðastliðinn mánudag. Keppnin er skipulögð af Barþjónaklúbbi Íslands í Samstarfi við Samtök Íslenskra Eimingarhúsa og er fyrir konur og kvár í bar geiranum.
Keppnin virkar þannig að dómarar frá Barþjónaklúbbnum og Samtökunum Íslenskra Eimingarhúsa fara á milli vinnustaða keppenda til þess að smakka kokteilana þeirra. Keppendur fengu dregið eimingarhús og þurftu að nota vöru frá því í forgrunni kokteilsins. Aðilar af Samtökum Íslenskra EImingarhúsa sem tóku þátt í keppninni eru:
Hovdenak Distillery
Reykjavík Distillery
Eimverk Distillery
Brunnur Distillery (Himbrimi)
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi
Ashley Marriott á Amma Don/ÓX kom sá og sigraði keppnina með kokteilnum sínum Atomic Bloom, en hún notaði Hvannar ginið frá Reykjavík Distillery í forgrunni koktelsins. Í 3. sæti var Freyja Þórisdóttir hjá Reykjavík Cocktails með drykkinn sinn Violet Femmes og í 2. sæti var Auður Gestsdóttir á Tipsý með kokteilinn sinn cardaMAMI.
Haldið var bransakvöld til heiðurs konum og kvár í veitingageiranum um kvöldið á Tipsý þar sem stemningin var rafmögnuð, en þar fór einnig fram verðlaunaafhending.
Hægt er að lesa nánari upplýsingar um keppnina á vefslóðinni barlady.net.
Myndir: aðsendar
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi

























