Vertu memm

Keppni

Ásgeir Sandholt í top 6 af bestu í heiminum – Einungis 1,5 % munur á milli 1. og 6. sætis

Birting:

þann

Ásgeir Sandholt - The World Champion Masters

Ásgeir Sandholt - The World Champion MastersÞað er orðið staðfest að Ásgeir Sandholt lenti í 5. sæti í heimsmeistarakeppninni World Chocolate Masters 2011 (WCM), sem haldin var í Frakklandi í París dagana 19. – 21. október 2011.  Einungis var 1,5 % munur á milli 1. og 6. sætis í fjölda stiga.

Í kvöld var síðan hátíðarkvöldverður á þriggja Michelin stjörnu veitingastaðnum Le Pré Catelan með öllum keppendum, fjölmiðlum, styrktaraðilum ofl.

Sérstök verðlaun voru veitt fyrir:

  • besta sýningarstykkið fékk Frank Haasnoot frá Hollandi.
  • fallegasta hálsmenið, en þau hlaut Jana Ristau frá Þýskalandi.
  • besta súkkulaðimolann (Praline) fékk Palle Sørensen frá Danmörku.
  • bestu tertuna fékk Palle Sørensen frá Danmörku.
  • besta eftirréttinn fékk Xavier Berger frá Frakklandi.
  • vefkosningu fyrir besta sýningarstykkið fékk Veronique Rousseau frá Kanada.

Top 3 löndin í vefkosningunni urðu eftirfarandi:

5542 atkvæði – Kanada
5152 atkvæði – Þýskaland
3141 atkvæði – Ísland

Blaðamanna elítan var svo fengin til að dæma og smakka súkkulaðimolana (Praline) og fékk sjálfur sigurvegarinn Frank Haasnoot frá Hollandi flest stig þar.

Myndir frá keppninni:

 

Myndir: Matthías

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið