Keppni
Ásgeir Sandholt í top 6 af bestu í heiminum – Einungis 1,5 % munur á milli 1. og 6. sætis
Það er orðið staðfest að Ásgeir Sandholt lenti í 5. sæti í heimsmeistarakeppninni World Chocolate Masters 2011 (WCM), sem haldin var í Frakklandi í París dagana 19. – 21. október 2011. Einungis var 1,5 % munur á milli 1. og 6. sætis í fjölda stiga.
Í kvöld var síðan hátíðarkvöldverður á þriggja Michelin stjörnu veitingastaðnum Le Pré Catelan með öllum keppendum, fjölmiðlum, styrktaraðilum ofl.
Sérstök verðlaun voru veitt fyrir:
- besta sýningarstykkið fékk Frank Haasnoot frá Hollandi.
- fallegasta hálsmenið, en þau hlaut Jana Ristau frá Þýskalandi.
- besta súkkulaðimolann (Praline) fékk Palle Sørensen frá Danmörku.
- bestu tertuna fékk Palle Sørensen frá Danmörku.
- besta eftirréttinn fékk Xavier Berger frá Frakklandi.
- vefkosningu fyrir besta sýningarstykkið fékk Veronique Rousseau frá Kanada.
Top 3 löndin í vefkosningunni urðu eftirfarandi:
5542 atkvæði – Kanada
5152 atkvæði – Þýskaland
3141 atkvæði – Ísland
Blaðamanna elítan var svo fengin til að dæma og smakka súkkulaðimolana (Praline) og fékk sjálfur sigurvegarinn Frank Haasnoot frá Hollandi flest stig þar.
Myndir frá keppninni:
- Ásgeir Sandholt í heimsmeistarakeppninni The World Champion Masters í París árið 2011
Myndir: Matthías
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays








































