Keppni
Ásgeir Sandholt í top 6 af bestu í heiminum – Einungis 1,5 % munur á milli 1. og 6. sætis
Það er orðið staðfest að Ásgeir Sandholt lenti í 5. sæti í heimsmeistarakeppninni World Chocolate Masters 2011 (WCM), sem haldin var í Frakklandi í París dagana 19. – 21. október 2011. Einungis var 1,5 % munur á milli 1. og 6. sætis í fjölda stiga.
Í kvöld var síðan hátíðarkvöldverður á þriggja Michelin stjörnu veitingastaðnum Le Pré Catelan með öllum keppendum, fjölmiðlum, styrktaraðilum ofl.
Sérstök verðlaun voru veitt fyrir:
- besta sýningarstykkið fékk Frank Haasnoot frá Hollandi.
- fallegasta hálsmenið, en þau hlaut Jana Ristau frá Þýskalandi.
- besta súkkulaðimolann (Praline) fékk Palle Sørensen frá Danmörku.
- bestu tertuna fékk Palle Sørensen frá Danmörku.
- besta eftirréttinn fékk Xavier Berger frá Frakklandi.
- vefkosningu fyrir besta sýningarstykkið fékk Veronique Rousseau frá Kanada.
Top 3 löndin í vefkosningunni urðu eftirfarandi:
5542 atkvæði – Kanada
5152 atkvæði – Þýskaland
3141 atkvæði – Ísland
Blaðamanna elítan var svo fengin til að dæma og smakka súkkulaðimolana (Praline) og fékk sjálfur sigurvegarinn Frank Haasnoot frá Hollandi flest stig þar.
Myndir frá keppninni:
Myndir: Matthías
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður