Frétt
Arnór Hermannsson bakari skrifar harðort bréf – Arnór: „Bæjarstjórn ætti að leggja niður krónur og exelskjöl…“
Arnór Hermannsson bakari starfar á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hraunbúðir með 32 hjúkrunarrýmum sem að Vestmannaeyjabær rekur.
Arnór skrifar harðort bréf á facebook þar sem hann lýsir alvarlegum áhyggjum af þróun mála á Hraunbúðum:
„Kæru vinir mínir á FB ég hef látið ykkur fylgjast með bakstri mínum fyrir eldri borgara okkar hér í Vestmannaeyjum mér til ánægju og ykkur til gleði hve gott er að hafa „gamlan“ bakara sem kann að baka eins og í gamladaga. Póstar mínir verða ekki fleiri því það á að leggja niður (eins og ég kalla það) Bakaríið á Hraunbúðum. Aðstaða sem var skilyrði mitt fyrir áframhaldandi vinnu hjá HSU.
HSU og Vestmannaeyjabær ná ekki að semja um eldhúsið og matsalinn þannig að hvortveggja verður lagt niður. Ég segi: Bæjarstjórn ætti að leggja niður krónur og exelskjöl og sýna í verki að þeim sé annt um gamla fólkið okkar gefa eftir eldhúsið og matsalinn án leigu, því gamlingjarnir eiga ekki að líða fyrir svona pólitísk átök, þeir láta allt yfir sig ganga.
Eldriborgararnir á Hraunbúðum eiga að halda sínum matsal (með öllu útsýninu) og eldhúsinu og gamla bakaranum. Deila, deila.“
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni15 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar14 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






