Viðtöl, örfréttir & frumraun
Árni Þór Árnason er nýr yfirkokkur á Rub23
Árni Þór Árnason matreiðslumeistari er nýr yfirkokkur á veitingastaðnum Rub23 á Akureyri.
Árni hóf störf á Rub23 í gær 1. maí. Árni starfaði lengi sem yfirkokkur á Strikinu á Akureyri og lét af störfum í september í fyrra og hóf störf sem „Chef and catering manager“ í vinnubúðunum á Grenivík þar sem unnið er við hótelið Höfði Lodge. Árni er einn af forsprökkum Arctic Challenge, en AC eru félagssamtök gerð til þess að efla hugvit og ástríðu veitingamanna á Norðurlandi.
„Rub23 er alltaf Rub23 og er búið að skapa sér nafn og concept eins og fólk þekkir. Það verða ekki miklar breytingar til að byrja með svona fyrir sumarið, heldur smyrja vélina bara og fara yfir hlutina. Svo með haustinu fara kannski að sjást einhverjar breytingar, nýir réttir og vonandi eitthvað meira spennandi.“
sagði Árni í samtali við veitingageirinn.is aðspurður hvort einhverjar áherslubreytingar verða.
Veitingastaðurinn Rub23 var opnaður í júní 2008 við Kaupvangsstræti 23 á Akureyri. Í mars 2010 flutti staðurinn í stærra og hentugra húsnæði við Kaupvangsstræti 6.
Rub23 hefur að markmiði að bjóða upp á fjölbreyttan, einfaldan og spennandi valkost fyrir breiðan hóp viðskiptavina.
Veitingastaðurinn er rekinn af eigandanum Einari Geirsyni matreiðslumeistara.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Keppni6 dagar síðanSkráning hafin í fyrstu kokteilakeppni ársins








