Viðtöl, örfréttir & frumraun
Árni Þór Árnason er nýr yfirkokkur á Rub23
Árni Þór Árnason matreiðslumeistari er nýr yfirkokkur á veitingastaðnum Rub23 á Akureyri.
Árni hóf störf á Rub23 í gær 1. maí. Árni starfaði lengi sem yfirkokkur á Strikinu á Akureyri og lét af störfum í september í fyrra og hóf störf sem „Chef and catering manager“ í vinnubúðunum á Grenivík þar sem unnið er við hótelið Höfði Lodge. Árni er einn af forsprökkum Arctic Challenge, en AC eru félagssamtök gerð til þess að efla hugvit og ástríðu veitingamanna á Norðurlandi.
„Rub23 er alltaf Rub23 og er búið að skapa sér nafn og concept eins og fólk þekkir. Það verða ekki miklar breytingar til að byrja með svona fyrir sumarið, heldur smyrja vélina bara og fara yfir hlutina. Svo með haustinu fara kannski að sjást einhverjar breytingar, nýir réttir og vonandi eitthvað meira spennandi.“
sagði Árni í samtali við veitingageirinn.is aðspurður hvort einhverjar áherslubreytingar verða.
Veitingastaðurinn Rub23 var opnaður í júní 2008 við Kaupvangsstræti 23 á Akureyri. Í mars 2010 flutti staðurinn í stærra og hentugra húsnæði við Kaupvangsstræti 6.
Rub23 hefur að markmiði að bjóða upp á fjölbreyttan, einfaldan og spennandi valkost fyrir breiðan hóp viðskiptavina.
Veitingastaðurinn er rekinn af eigandanum Einari Geirsyni matreiðslumeistara.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum