Frétt
Argentína Steikhús lokar
Argentína steikhús birti tilkynningu á facebook síðu veitingastaðarins 5. apríl s.l., en þar segir orðrétt:
„Okkur þykir leitt að tilkynna að við neyðumst til þess að hafa lokað hjá okkur um einhvern tíma. Hjá okkur sprakk hitavatnslögn og þurfa allar lagnir hússins að vera yfirfarnar og endurnýjaðar. Við munum tilkynna þegar framkvæmdum er lokið og við opnum aftur. Þau gjafabréf sem renna út á þeim tíma verða að sjálfsögðu framlengd.“
Argentínu lokað og laun ekki greidd út
Þessi undirfyrirsögn er birt á vef Fréttablaðsins en þar kemur fram að hluti starfsliðsins hefur ekki fengið greidd laun fyrir marsmánuð og iðgjöld af launum starfsfólks hefur ekki verið greidd frá því í maí í fyrra. Tuttugu úr starfshópnum hafa leitað réttinda sinna hjá stéttarfélaginu Eflingu.
Í október í fyrra sendi Björn Ingi Hrafnsson fréttatilkynningu á veitingageirinn.is þar sem fram kom að nýir stjórnendur hjá Argentínu steikhúsi hefðu verið ráðnir, en það voru þau Edda Sif Sigurðardóttir fjármálaverkfræðingur og Stefán B. Guðjónsson framreiðslumaður.
Sjá einnig: Nýir stjórnendur hjá Argentínu steikhúsi
Í sömu tilkynningu segir að Argentína steikhús er í eigu Bos ehf, en eigandi þess og framkvæmdastjóri er Björn Ingi Hrafnsson.
Harpa Ólafsdóttir, sviðstjóri kjaramála hjá Eflingu staðfestir við Fréttablaðið að skipta eigi um kennitölu á fyrirtækinu.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana