Frétt
Argentína Steikhús lokar
Argentína steikhús birti tilkynningu á facebook síðu veitingastaðarins 5. apríl s.l., en þar segir orðrétt:
„Okkur þykir leitt að tilkynna að við neyðumst til þess að hafa lokað hjá okkur um einhvern tíma. Hjá okkur sprakk hitavatnslögn og þurfa allar lagnir hússins að vera yfirfarnar og endurnýjaðar. Við munum tilkynna þegar framkvæmdum er lokið og við opnum aftur. Þau gjafabréf sem renna út á þeim tíma verða að sjálfsögðu framlengd.“
Argentínu lokað og laun ekki greidd út
Þessi undirfyrirsögn er birt á vef Fréttablaðsins en þar kemur fram að hluti starfsliðsins hefur ekki fengið greidd laun fyrir marsmánuð og iðgjöld af launum starfsfólks hefur ekki verið greidd frá því í maí í fyrra. Tuttugu úr starfshópnum hafa leitað réttinda sinna hjá stéttarfélaginu Eflingu.
Í október í fyrra sendi Björn Ingi Hrafnsson fréttatilkynningu á veitingageirinn.is þar sem fram kom að nýir stjórnendur hjá Argentínu steikhúsi hefðu verið ráðnir, en það voru þau Edda Sif Sigurðardóttir fjármálaverkfræðingur og Stefán B. Guðjónsson framreiðslumaður.
Sjá einnig: Nýir stjórnendur hjá Argentínu steikhúsi
Í sömu tilkynningu segir að Argentína steikhús er í eigu Bos ehf, en eigandi þess og framkvæmdastjóri er Björn Ingi Hrafnsson.
Harpa Ólafsdóttir, sviðstjóri kjaramála hjá Eflingu staðfestir við Fréttablaðið að skipta eigi um kennitölu á fyrirtækinu.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi