Keppni
Arctic Challenge verður haldin í Verkmenntaskólanum á Akureyri í byrjun mars – Ný keppni hefur bæst í hópinn
Þrjár keppnir í Arctic Challenge verða haldnar þann 2. mars í matvæladeild Verkmenntaskólans á Akureyri, þar sem keppt verður í matreiðslu, kokteilagerð og kjötiðn.
Sjálfbærni og matarsóun er, eins og undanfarin ár, sem stjórnendur mótsins horfa mikið til og keppendur í öllum greinum þurfa huga vel að slíku.
Arctic Chef
Arctic Chef verður haldin með svipuðu sniði og síðastliðin ár, þar sem unnið verður með „mysteri basket“ fyrirkomulagið sem verður kynnt keppendum þegar nær dregur.
Keppendur munu fá að velja sér aðstoðarmann með ákveðnum skilyrðum.
Tveimur dögum fyrir keppni munu keppendur fá afhenta körfuna sína þar sem kemur í ljós hvaða hráefni þeir fá. Þeir þurfa skila af sér þriggja rétta matseðli, 6 diskum af hverjum rétt fyrir sig og fá 5 klst til að skila fyrsta rétt.
Arctic Mixologist
Arctic Mixologist verður með smá twisti. Keppendur útbúa kokteil þar sem Kournikova vodka verður aðal hráefnið eða a.m.k. 30 ml af Kournikova í hverjum kokteili. Keppendur fara í blindsmakk og skriflegt próf.
Ný keppnisgrein mun líta dagsins ljós: Arctic Butcher
„Kjötiðnin er að koma mjög sterk inn og er mikilvægur partur af faginu okkar og Rúnar hjá Kjarnafæði og Frávik hefur verið með okkur hér um bil frá upphafi svo það er frábært að geta bætt kjötiðnina í hópinn.
Keppendur fá ákveðna parta þar sem þeir þurfa sýna fram á ákveðna færni þegar kemur að úrbeiningu ofl.“
Segir Árni Þór Árnason matreiðslumeistari og formaður Arctic Challenge í samtali við veitingageirinn.is.
Verðlaunaafhending fer fram samdægur, eða um klukkan 17:00, laugardaginn 2. mars.
„Við viljum benda á að gestum og gangandi er velkomið að koma við yfir daginn og sjá alla í action en hægt verður að gægjast inní eldhús, sjá barþjóna að störfum, kynnast starfi kjötiðnaðarmanna og auðvitað sjá dómarana að störfum.
Húsið opnar klukkan 10 fyrir gesti og verður opið framyfir verðlauna afhendingu.“
Sagði Árni að lokum.
Fleiri Arctic Challenge fréttir hér.
Myndir: aðsendar

-
Keppni5 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni5 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita