Keppni
Arctic Challenge verður haldin í Verkmenntaskólanum á Akureyri í byrjun mars – Ný keppni hefur bæst í hópinn
Þrjár keppnir í Arctic Challenge verða haldnar þann 2. mars í matvæladeild Verkmenntaskólans á Akureyri, þar sem keppt verður í matreiðslu, kokteilagerð og kjötiðn.
Sjálfbærni og matarsóun er, eins og undanfarin ár, sem stjórnendur mótsins horfa mikið til og keppendur í öllum greinum þurfa huga vel að slíku.
Arctic Chef
Arctic Chef verður haldin með svipuðu sniði og síðastliðin ár, þar sem unnið verður með „mysteri basket“ fyrirkomulagið sem verður kynnt keppendum þegar nær dregur.
Keppendur munu fá að velja sér aðstoðarmann með ákveðnum skilyrðum.
Tveimur dögum fyrir keppni munu keppendur fá afhenta körfuna sína þar sem kemur í ljós hvaða hráefni þeir fá. Þeir þurfa skila af sér þriggja rétta matseðli, 6 diskum af hverjum rétt fyrir sig og fá 5 klst til að skila fyrsta rétt.
Arctic Mixologist
Arctic Mixologist verður með smá twisti. Keppendur útbúa kokteil þar sem Kournikova vodka verður aðal hráefnið eða a.m.k. 30 ml af Kournikova í hverjum kokteili. Keppendur fara í blindsmakk og skriflegt próf.
Ný keppnisgrein mun líta dagsins ljós: Arctic Butcher
„Kjötiðnin er að koma mjög sterk inn og er mikilvægur partur af faginu okkar og Rúnar hjá Kjarnafæði og Frávik hefur verið með okkur hér um bil frá upphafi svo það er frábært að geta bætt kjötiðnina í hópinn.
Keppendur fá ákveðna parta þar sem þeir þurfa sýna fram á ákveðna færni þegar kemur að úrbeiningu ofl.“
Segir Árni Þór Árnason matreiðslumeistari og formaður Arctic Challenge í samtali við veitingageirinn.is.
Verðlaunaafhending fer fram samdægur, eða um klukkan 17:00, laugardaginn 2. mars.
„Við viljum benda á að gestum og gangandi er velkomið að koma við yfir daginn og sjá alla í action en hægt verður að gægjast inní eldhús, sjá barþjóna að störfum, kynnast starfi kjötiðnaðarmanna og auðvitað sjá dómarana að störfum.
Húsið opnar klukkan 10 fyrir gesti og verður opið framyfir verðlauna afhendingu.“
Sagði Árni að lokum.
Fleiri Arctic Challenge fréttir hér.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn3 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn







