Freisting
Apótekið lokar
Það hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum sem eiga leið framhjá Apótekinu á sunnudagsrúntinum, en þar blasir við stór tilkynning „Hér opnar spennandi staður“, en það eru þeir félagar Garðar Kjartansson og Gunnar Traustason sem standa að endurhönnun á staðnum.
Á vefsíðu Apóteksins ber að líta eftirfarandi tilkynningu:
Kæri samstarfsaðili
Ég undirritaður Guðvarður Gíslason veitingamaður á Apótek bar grill hef selt fyrir hönd Evros ehf rekstur Apóteksins til Garðars Kjartanssonar og Gunnars Traustasonar og tóku þeir við staðnum að kvöldi 16 september s.l.. Það er orðið ljóst að nýir eigendur ætla sér ekki að reka veitingastaðinn í þeirri mynd sem við höfum gert undanfarin 8 ár. Þeir munu loka staðnum vegna breytinga og kemur það niður á einhverjum birgjum sem þegar hafa pantað hjá okkur veitingar á næstu mánuðum.
Í ágúst opnaði veitingastaðurinn Fiskmarkaðurinn að Aðalstræti 12 þar sem við höfum rekið veitingastaðinn Maru áður. Hrefna Rósa Sætran og Ágúst Reynisson munu sjá um þennan veitingastað og eru þau tilbúin að taka vel á móti ykkur og ykkar gestum í framtíðinni.
Veitingastaðurinn getur tekið á móti 100 manns í einu á tveimur hæðum.
-
Sími á Fiskmarkaðnum er: 578 8877
-
E-mail agust@fiskmarkaðurinn.is
-
Heimasíða: www.fiskmarkadurinn.is og www.fishmarket.is
Að lokum langar okkur Guðlaugu að þakka fyrir gott og farsælt samstarf á liðnum árum og látum heyra í okkur um leið og við höfum ákveðið hvað sé næst á döfinni hjá okkur
Með bestu kveðjum
GuðvarðurGuffiGíslason
Mynd: Freisting.is | [email protected]
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala
-
Markaðurinn2 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni23 klukkustundir síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or23 klukkustundir síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan