Frétt
Andagift opnar súkkulaðisetur í hjarta borgarinnar
Tónlistarkonurnar Lára Rúnarsdóttir & Tinna Sverrisdóttir hafa nú stofnað fyrirtækið Andagift en Andagift er hreyfing í átt að meiri sjálfást og sjálfsmildi. Þær hafa unnið saman að súkkulaðiseremóníum nú í nokkra mánuði og hafa viðtökurnar verið vonum framar.
Svo nú í janúar opna þær Súkkulaðisetur á Rauðarárstíg 1 þar sem boðið verður upp á tónheilun, djúpslökun, hugleiðslu, jóga, súkkulaðiseremóníur og allskyns gúrm fyrir líkama og sál. Einnig munu þær bjóða upp á einkatíma, námskeið og einstaka viðburði.
Í tilkynningu segir að þetta er allra fyrsta Súkkulaðisetur Reykjavíkurborgar og hefur það að sérstöðu að kakóplantan er leiðandi í allri vinnu sem þar fer fram. Súkkulaðið sem notast er við er 100% hreint, handunnið kakó frá regnskógum Guatemala og hefur verið notað sem hjartaopnandi lyf af Maya indjánum svo öldum skiptir.
Kynning á Andagift:
“Við upplifum að við sem samfélag séum að ganga í gegnum miklar breytingar í kjölfarið á þeim byltingum sem hafa hreyft við öllu undanfarna mánuði, þar má nefna #metoo, #égerekitabú, #höfumhátt o.sfrv. Því finnst okkur mikilvægt að opna rými þar sem leyfi er til að staldra ögn við, tengjast eigin hjarta og líta inn á við. Rými til að anda, endurspegla, hlaða batterýin og heila. Svo ANDAGIFT Súkkulaðisetur verður griðarstaður þar sem auðvelt verður að gefa sér frí frá amstri hversdagsins og njóta ilmandi súkkulaðibolla í róandi og hlýju umhverfi. Þetta er okkur hjartans verkefni og það hefur verið algjörlega stórkostlegt að vinna saman að þessu hingað til og nú leitum við eftir stuðningi svo þessi draumur megi verða að veruleika.“
Segir í tilkynningu.
Nú eru þær stöllur farnar af stað með Karolina fund söfnun en þar býðst öllum til að taka þátt í hreyfingunni og með því að styrkja verkefnið gefur þú þér um leið gjöf sem tryggir þér gæðastund í ANDAGIFT.
„Við stefnum á að ná takmarkinu á 3 vikum og því hvetjum við alla til þess að taka þátt og þannig næla sér í gúmmelaði fyrir líkama og sál á nýju ári.“
Ef þú vilt meiri ANDAGIFT í lífið þá mælum við með því að þú kíkir á söfnunina hér og takir þátt í þessari hreyfingu.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði