Veitingarýni
Án efa besta villibráðarborð landsins | Úlfar Finnbjörnsson á Grand Hótel 4. – 5. okt. 2013
Okkur á veitingageirinn.is var boðið að taka út áðurnefnt borð og fer hér lýsing á því sem fyrir augu bar og hvað kitlaði bragðkirtlana. Er komið var inn á Grand Hótel finnst mér ég alltaf vera kominn til útlanda og var engin breyting á því í þetta sinn. Fyrir tveimur árum var ég á villibráðarhlaðborði hótelsins en það var í fyrsta sinn sem það og Úlfar Finnbjörnsson leiddu saman hesta sína við gerð á villibráð.
Nú kom maður yfir í gamla hlutann þar sem gamla lobbýið er notað sem bar og búið að breyta sölunum tveimur sem eru þar, sem heita í dag Grand restaurant og innri salurinn heitir Setrið, og fengum við sæti inn í honum næst hlaðborðinu.
Og þvílík breyting, mér fannst eins og ég væri út í New York á veitingastað, þetta var æði og kvöldið lofaði góðu.
Á borðinu voru yfir 40 réttir af allri villibráð sem má veiða hér á landi í dag.
Af köldu réttunum þá fannst okkur, álaterrinið, urriðinn, gæsalifrarmúsin vera best meðal jafninga.
Í heitu réttunum var það hreindýrið, stokköndin og selurinn sem toppaði og í ábætinum var það ábrystir brulee og að það var boðið upp á alvöru þeyttan rjóma sem toppaði allt.
Við vorum sammála félagarnir að það væri ekki vinnandi vegur að finna eitthvað að þessu hlaðborði og öllum sem komu að því til mikils sóma og þar með talið starfsfólk Hótelsins.
Eitt sem mér þótti gaman að sjá hvað mikil fjölgun hafði orðið gestum frá fyrsta skiptinu sem er enn ein sönnunin fyrir að þetta samstarf er að bera ávöxt.
Við héldum út í myrkrið alveg í skýjunum yfir kvöldinu og er ég rita þetta núna þá fæ ég vatn í munninn við tilhugsunina.

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni3 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni