Markaðurinn
Alsace Riesling – misskilda þrúgan
Hvað er Alsace?
Alsace er vínræktar hérað í norðaustur Frakklandi. Héraðið hvílir undir fjallagörðum Voges fjallanna og fyrir austan héraðið rennur áin Rín þar sem landamæri Þýskalands og Frakklands mætast. Vegna landlegu héraðsins við þessi kennileiti eru þrúgur héraðsins margbrotnar.
Hvað er Riesling?
Riesling þrúgan er djásn Alsace héraðsins. Þrúgan nýtur mikilla vinsælda meðal vín áhugamanna um heim allan ekki aðeins vegna aðlögunarhæfni þrúgunnar heldur einnig vegna þess hve ódýr hún er fyrir neytendann. Þrátt fyrir þessa eiginleika hefur þrúgan löngum verið misskilin. Oftar nær þegar fólk heyrir minnst á Riesling hugsar það um dísætt og ódýrt vín. Þessi lýsing á vissulega við um sum fjöldaframleidd þýsk Riesling vín en þessi lýsing aftur á móti ekki við um hið dásamlega, þurra og ilmríka Riesling vín Aslace héraðsins.
Riesling vín frá Alsace eru sjaldan eikuð. Þau eru vanalega þurr með ferskri sýru og grípandi ilm af perum, eplum, sítrónum, blómum og kryddi.
Riesling frá Alsace teljast til hóp vína sem endurspegla sérstaklega eiginleika jarðvegsins þar sem þrúgurnar vaxa, svokölluð „terroir-expressive“ vín, yfirbragðið er ferskt og lifandi og getur fengið skemmtilegan seinolíukeim. Þessa eiginleika fangar vínið, annars vegar, úr hinu þurra og sólríka loftslagi og, hins vegar, úr jarðvegi héraðsins – sem hefur alla jafna að geyma blöndu af granít, kalkstein og sandstein.
Það eru til sætari blæbrigði af Alsace vínum svokölluð „Vendange Tardive“ slík vín eru gerð úr síðbúnum uppskerum þrúga og eru í anda eftirrétta vína.
Fegurð Riesling vína frá Alsace er sú hversu vel vínið fer með mat. Prufaðu þurrt Riesling vín með fiski taco, sushi, reyktum fisk, aspas eða smjörsteiktum humri.
Mynd: www.edaldrykkir.is

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum