Viðtöl, örfréttir & frumraun
Allt að 8% gesta félagsmiðstöðva velja grænmetisfæði – Eyjólfur Einar: „Í upphafi voru pantanirnar rokkandi…“
Í mötuneytum félagsmiðstöðva velferðarsviðs víðs vegar um borgina geta gestir nú valið á milli grænmetisfæðis og hefðbundis fæðis. Byrjað var að bjóða upp á grænmetismáltíðir í nóvember og hefur sú viðbót mælst afar vel fyrir. Á hverjum degi eru búnar til í kringum þúsund máltíðir í eldhúsi velferðarsviðs á Vitatorgi.
Máltíðirnar eru ýmist bornar fram í mötuneytum borgarinnar eða sendar heim að dyrum. Mötuneytin eru til húsa í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar, í þjónustuíbúðum og í úrræðum fyrir fatlað fólk sem velferðarsvið rekur víðs vegar um borgina.
Misjafnt er á milli daga og á á milli staða hversu hátt hlutfall gesta velur grænmetismat en hlutfallið er á milli 6 og 8%.
Eyjólfur Einar Elíasson, forstöðumaður framleiðslueldhússins á Vitatorgi, segir ánægjulegt hversu hratt grænmetisfæðið er að festa sig í sessi á meðal notenda þjónustunnar.
„Fyrsta skrefið í þessa átt var að byrja að bjóða upp á salatbar tvisvar í viku. Því var vel tekið og í framhaldinu ákváðum við að gera grænmetisfæði á matseðli að valmöguleika líka. Í upphafi voru pantanirnar rokkandi en nú er að komast ákveðið jafnvægi í þetta og við farin að geta áætlað magn nokkuð nákvæmlega,“
segir hann. Það sé mikilvægt enda sé allt kapp lagt á að takmarka matarsóun í eldhúsinu.
Eyjólfur hefur meðal annars það hlutverk að setja saman alla matseðla. Hann segist fá góða aðstoð frá samstarfsfólki sínu í eldhúsinu sem sumt hvert hafi mikla reynslu af því að elda grænmetismat. Allt grænmetisfæðið sé gert frá grunni í eldhúsinu að langmestu leyti.
„Þetta var gott framfaraskref fyrir okkur. Með þessu móti komum við betur til móts við kröfur neytenda í dag og bregðumst við auknum áhuga eldra fólks á grænmetisfæði, sem meðal annars kom fram í viðhorfskönnun sem framkvæmd var á velferðarsviði.
Bæði bjóðum við meiri fjölbreytni og á sama tíma minnkum við okkar kolefnisspor, því grænmetismatur ber með sér mun minna kolefnisspor en annar matur,“
segir Eyjólfur.
Upplýsingar um heimsendan mat má nálgast hér og hér má skoða matseðla hvers dags í félagsmiðstöðvum velferðarsviðs.
- Matseðillinn 30. janúar–5. febrúar 2023
- Nánari lýsing á innihaldi rétta ofl.
Myndir: reykjavik.is

-
Markaðurinn1 klukkustund síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Sænsku bollurnar – Semlur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir