Eldlinan
Allt á fullu hjá Det Lille Extra
Det lille Extra er eitt af virtustu veisluþjónustum í héraðinu Buskerud í Noregi. Freisting.is spurði þau hjónin Hafstein Sigurðsson og Guðrúnu Rúnarsdóttir nokkrar spurningar um komandi jólavertíð ofl.
Hvernig gengur?
Þette gengur alveg frábærlega, brjálað að gera og serstaklega næstu 2 mánuði. Næsta ár verður svakalega spennandi, það er byrjað að vera vel bókað, stóru fyrirtækin í bænum eru byrjuð að bóka hjá okkur fundir og ráðstefnur með öllum pakkanum. Erum að tæknivæða húsið, en höldum gamla sjarmanum. Erum stolt af því að hafa startað og gert allar breytingar án þess að hafa tekið lán.
Er mikið pantað af villibráðaveislur hjá ykkur?
Það hefur hingað til ekki verið markaður fyrir villibráðaveislur hér í Kongsberg, reyndi það þegar ég var á Hótelinu, þetta er hlutur sem við þurfum að skoða fyrir næsta ár.
Er eins mikið að gera í jólahlaðborðunum líkt og hér á Íslandi?
Þetta er algjört brjálæði, að er allt að verða uppbókað í desember, og þess vegna leigir fólk sér veislusal út í bæ til að fá mat og þjónustu frá okkur. Þetta er algjört ævintýri !!!!!
Hvernig ganga samningar við byggingarfyrirtæki „Profier“ um að reka veitingastað í gamla fangelsinu þar á bæ?
Viðræðurnar eru búnar að vera góðar, fengum fangelsið teiknað eftir okkar óskum en það kemst ekki fyrir nógu stórt rými fyrir eldús og fyrir smá lager. Rosalega spennandi en magatilfinningin seigir nei, svo við ætlum að afþakka það. Profier er að fara að byggja meira hér í bæ, sem þeir vilja að við kíkum á …… ekki veitingastað 😉 þetta er 2-4 ár fram í tímann.
Svo við ætlum út á aðra braut, við erum að fá lógóið skráð sem okkar vörumerki. Erum nefnilega í viðræðum við verslanar keðjur um að selja okkar vörur, þ.e.a.s brauð, dressingar osf. Þá hefur maður meiri kontról á hvað fer frá okkur. Þetta er stór og spennandi markaður…….
Eru þið byrjuð að sjá um reksturinn í nýja húsnæðinu Odd-Fellow og Co, , þ.e.a.s. ca. 650 fm veislusalurinn?
Hann verður tekinn í gagnið í ágúst á næsta ári, spenndi dæmi, getum haft smá kaffi stað þar og selt prepp lagerinn i notenda umbúðum.
Meira skylt efni….
Íslensk veitingahjón með glæsilega veisluþjónustu í Noregi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt7 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF