Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ali Malik opnar nýjan veitingastað í Reykjavík — framhald af velgengni Taste á Akureyri
Ali Malik, sem margir kannast við úr veitingageiranum á Akureyri, hefur tilkynnt að hann opni nýjan veitingastað í Reykjavík þann 31. maí. Staðurinn verður staðsettur í Skeifunni við Hagkaup í Faxafeni 9 og verður framhald af velgengni Taste á Akureyri, sem hefur notið mikilla vinsælda meðal matargesta.
Ali rekur nú þegar staðina Taste og Malik Kebab and Pizza á Akureyri, þar sem hann býður upp á hamborgara, vefjur og sjeik – og Reykjavíkurbúar fá nú loksins að njóta hans fjölbreyttu matargerðar.
Sama bragð, ný staðsetning
„Já, við munum bjóða upp á sama matseðil og við erum með á Taste á Akureyri“ segir Ali Malik í samtali við veitingageirinn.is. „En við erum líka að bæta við nýjungum sem verða sérstaklega fyrir Reykjavík. Ég sjálfur verð á staðnum í Reykjavík og mun sjá um reksturinn og matargerðina.“
Nýi staðurinn verður í sama anda og Taste á Akureyri, þar sem áhersla er lögð á ferskt hráefni og bragðgóða upplifun fyrir gesti. „Við erum spennt að opna og deila okkar ástríðu fyrir góðum mat með Reykvíkingum,“ bætir Ali við.
Sannkölluð ástríða fyrir mat
Ali hefur verið í veitingabransanum í nærri 13 ár og segir ástríðu sína fyrir matargerð hafa verið aðalhvatann. „Ég hef alltaf verið matgæðingur og ástarsambandið mitt við matreiðslu hefur fylgt mér alla tíð,“ segir hann. Þessi ástríða hefur fært honum árangur bæði á Íslandi og í Danmörku, þar sem hann rekur Hafla Burger and Shakes.
Tækifæri í Reykjavík
Hann segir að margir viðskiptavinir frá höfuðborginni hafi ítrekað spurt hvenær hann hyggðist opna stað þar. „Við höfum verið að leita að góðu plássi í Reykjavík og nú höfum við fundið það sem við leituðum að. Það hefur tekið tíma en við erum ánægð með þessa staðsetningu í Skeifunni og hlökkum til að bjóða gestum velkomna.“
Þeir sem vilja fylgjast með framvindu mála geta skoðað heimasíðu fyrirtækisins á malik.is.
Með nýja veitingastaðnum sem Ali Malik opnar í Reykjavík verður fjölbreytt matarupplifun borgarinnar enn ríkari – og matgæðingar hafa sannarlega ástæðu til að hlakka til.
Myndir teknar við framkvæmdir á nýja staðnum í Reykjavík.
Malik á samfélagsmiðlum – fylgstu með:
Facebook: Malik Kebab & Pizza
Instagram: @malikiceland
TikTok: @malikiceland
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir










