Uncategorized
Aldursgreina vín með eindahraðli
|
Franskir vísindamenn hafa þróað aðferð við að nota eindahraðal til að aldursgreina vín, að því er ein þekktasta vísindastofnun Frakklands greindi frá í vikunni.
Aðferðin er í því fólgin, að finna út aldur glersins í vínflöskunum með því að greina röntgengeisla sem losna þegar flöskurnar eru settar undir jónabunu í eindahraðli.
Með þessum hætti er unnt að staðfesta aldur og uppruna flöskunnar, og aldursgreina þannig gömul vín … án þess að opna flöskuna eða hafa á nokkurn hátt áhrif á innihaldið, sagði í tilkynningu frá Vísindarannsóknamiðstöð Frakklands (CNRS).
Með því að bera niðurstöðurnar saman við gagnabanka með nákvæmumum upplýsingum um 80 Bordeaux-flöskur frá 19. öld og fram til nútímans má fá vísbendingar um aldur margra vína.
Í eindahraðli eru eindir, eins og til dæmis elektrónur, látnar ná allt að ljóshraða og rekast á atóm til að hægt sé að greina uppbyggingu þess.
Greint frá á Mbl.is | Mynd: CNRS.fr | [email protected]

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta