Uncategorized
Aldursgreina vín með eindahraðli
|
Franskir vísindamenn hafa þróað aðferð við að nota eindahraðal til að aldursgreina vín, að því er ein þekktasta vísindastofnun Frakklands greindi frá í vikunni.
Aðferðin er í því fólgin, að finna út aldur glersins í vínflöskunum með því að greina röntgengeisla sem losna þegar flöskurnar eru settar undir jónabunu í eindahraðli.
Með þessum hætti er unnt að staðfesta aldur og uppruna flöskunnar, og aldursgreina þannig gömul vín … án þess að opna flöskuna eða hafa á nokkurn hátt áhrif á innihaldið, sagði í tilkynningu frá Vísindarannsóknamiðstöð Frakklands (CNRS).
Með því að bera niðurstöðurnar saman við gagnabanka með nákvæmumum upplýsingum um 80 Bordeaux-flöskur frá 19. öld og fram til nútímans má fá vísbendingar um aldur margra vína.
Í eindahraðli eru eindir, eins og til dæmis elektrónur, látnar ná allt að ljóshraða og rekast á atóm til að hægt sé að greina uppbyggingu þess.
Greint frá á Mbl.is | Mynd: CNRS.fr | [email protected]
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu