Vertu memm

Uncategorized

Aldursgreina vín með eindahraðli

Birting:

þann


Eindahraðall notaður til að aldursgreina vín

Franskir vísindamenn hafa þróað aðferð við að nota eindahraðal til að aldursgreina vín, að því er ein þekktasta vísindastofnun Frakklands greindi frá í vikunni.

Aðferðin er í því fólgin, að finna út aldur glersins í vínflöskunum með því að greina röntgengeisla sem losna þegar flöskurnar eru settar undir jónabunu í eindahraðli.

„Með þessum hætti er unnt að staðfesta aldur og uppruna flöskunnar, og aldursgreina þannig gömul vín … án þess að opna flöskuna eða hafa á nokkurn hátt áhrif á innihaldið,“ sagði í tilkynningu frá Vísindarannsóknamiðstöð Frakklands (CNRS).

Með því að bera niðurstöðurnar saman við gagnabanka með nákvæmumum upplýsingum um 80 Bordeaux-flöskur frá 19. öld og fram til nútímans má fá vísbendingar um aldur margra vína.

Í eindahraðli eru eindir, eins og til dæmis elektrónur, látnar ná allt að ljóshraða og rekast á atóm til að hægt sé að greina uppbyggingu þess.

Greint frá á Mbl.is | Mynd: CNRS.fr | [email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið