Sverrir Halldórsson
Alain Ducasse sker niður kjötmagn á nýja seðlinum á Plaza Athénée hótelinu í París
Flestir þekkja eitthvað til hins franska matreiðslumeistara Alain Ducasse sem er sá aðili sem hefur flestar Michelin stjörnur á bak við sig eða alls 21. Alain er með staði um allan heim, svo sem London á The Dorchester, Jules Verne í Eiffel Turninum, Le Louis XV – Alain Ducasse í Monte Carlo, svo einhverjir af stöðum hans séu nefndir en þeir eru um 30 í heildina.
Veitingastaðurinn á Plaza Athénée var opnaður aftur eftir endurnýjun á mánudaginn 8. september s.l. og mun matseðillinn bjóða upp á miklu minna kjöt en áður hefur verið á seðlinum og er það helst rauða kjötið sem víkur svo sem naut, kálfur, lamb, innmatur, en eftir stendur hvíta kjötið fiskur og meiri áhersla á grænmeti.
Er þetta nýja trendið í matargerðarlistinni, að létta máltíðina og auka hlut grænmetis á kostnaðs rauða kjötsins?
Verðið verður það sama og verið hefur 380 evrur á mann án drykkja.
Það verður fróðlegt að fylgjast með hver viðbrögð gesta verða við þessum breytingum.
Meðfylgjandi er myndband sem sýnir hugmyndafræðina á bakvið veitingastaðinn Plaza Athénée:
Mynd: skjáskot úr myndbandi.
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni22 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun49 minutes síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM