Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Alain Ducasse sker niður kjötmagn á nýja seðlinum á Plaza Athénée hótelinu í París

Birting:

þann

Alain Ducasse

Flestir þekkja eitthvað til hins franska matreiðslumeistara Alain Ducasse sem er sá aðili sem hefur flestar Michelin stjörnur á bak við sig eða alls 21. Alain er með staði um allan heim, svo sem London á The Dorchester, Jules Verne í Eiffel Turninum, Le Louis XV – Alain Ducasse í Monte Carlo, svo einhverjir af stöðum hans séu nefndir en þeir eru um 30 í heildina.

Veitingastaðurinn á Plaza Athénée var opnaður aftur eftir endurnýjun á mánudaginn 8. september s.l. og mun matseðillinn bjóða upp á miklu minna kjöt en áður hefur verið á seðlinum og er það helst rauða kjötið sem víkur svo sem naut, kálfur, lamb, innmatur, en eftir stendur hvíta kjötið fiskur og meiri áhersla á grænmeti.

Er þetta nýja trendið í matargerðarlistinni, að létta máltíðina og auka hlut grænmetis á kostnaðs rauða kjötsins?

Verðið verður það sama og verið hefur 380 evrur á mann án drykkja.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hver viðbrögð gesta verða við þessum breytingum.

Meðfylgjandi er myndband sem sýnir hugmyndafræðina á bakvið veitingastaðinn Plaza Athénée:

 

Mynd: skjáskot úr myndbandi.

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið