Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

„aia“ er tákngervingur fyrir ítölsku vínbyltinguna

Birting:

þann

Toskana-rauðvínin með endinguna „aia“ urðu tákngervingur fyrir ítölsku vínbyltinguna sem hófst fyrir um þremur áratugum síðan. Ornellaia, Sassicaia, Solaia o.sfrv.

Þessi kvenlega ending hefur reyndar ekkert með gæði beinlínis að gera heldur réð tilviljun því að þau vín sem hlutu einhverja mestu athyglina og urðu eftirsóttust meðal vínsafnara höfðu sum þessa sömu endingu.

Solaia 1997 smakkaði ég í fyrsta sinn fyrir skömmu. Þessi árgangur fékk 96 stig hjá Robert Parker og 98 stig hjá Wine Spectator. Ég man hvað mig langaði að eignast þetta vín á sínum tíma en ég var ekki einn af þeim heppnu sem þá náðu að kaupa það í ÁTVR á fínu verði, um 3.000 kr. Ég sá það síðar í vínbúð á túristaslóðum í Flórens fyrir 30.000 krónur og veit af magnum flösku (1.5L) á bandarískum veitingastað sem kostar 1.200$.

Vínið var virkilega gott. Toskanauppruni vínsins var augljós og stíllinn var flottur. Hins vegar er ég feginn að hafa ekki reynt að kaupa það einhvers staðar fyrir uppskrúfað verð. Það er svo mikið af góðum vínum þarna úti, gæðavínum sem endurspegla uppruna sinn á ómótstæðilega hátt þótt kannski fái þau ekki þessar himinháu einkunnir sem stundum glepja mann og annan.

Það sem er svo skemmtilegt við Ísland er að erlend súpergagnrýni hefur engin áhrif á verðið. Birgjar og ÁTVR halda sinni venjulegu álagningu sem veldur því einmitt svo oft að hér kosta slík vín minna en í öðrum löndum.

Að lokum. Eitt annað vín kom upp í hugann minn þegar ég smakkaði Solaia 1997 sem mér fannst ekkert gefa hinu frægara eftir. Það er Il Sole di Alessandro 2000 frá Castello di Querceto sem kemur frá Toskana eins og Solaia og er úr sömu þrúgu, Cabernet Sauvignon (Il Sole er 100% Cab. en Solaia um 75%). Hægt er að sérpanta það á 4.400 kr.

Af vefnum vinogmatur.is

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið