Pistlar
Áhugaverður pistill um síldardósasafn í gróðrastöð
Henrik Hernevie síldarsögu varðvörslu áhugamaður er einstakur og ötull sögusafnari. Pistlahöfundurinn Jón Ólafur Björgvinsson á trolli.is fór í heimsókn til hans haustið 2018 og fékk að sjá hluta af síldardósasafninu hans, sem Henrik var með upp um alla veggi heima hjá sér í Lysekil.
Nú er hann komin með allt sitt safn í stóra skemmu sem tilheyrir gamalli og sögufrægri 11 hektara gróðrarstöð sem hann keypti í fyrra.
Þessi gróðrarstöð var á sínum tíma sú allra stærsta á norðurlöndum, með um og yfir 2400 tegundir af blómum, runnum, trjám og allskyns nytjajurtum.
Hún er staðsett í Immerstad 830, rétt fyrir utan Lysekil á vesturströnd Svíþjóðar, eiginlega á milli Brastad (Góðibær) og Sämstad (Slæmibær). Getur maður sagt óbeint, með orðaleikjabrandara þýðingu pistlahöfundar.
„Það var stórkostleg upplifun að keyra út í skóg og sjá allan gróðurinn sem nú vex villt og stjórnlaust í gömlu gróðrarstöðinni og óvænt upplifun að sjá síldarminjasafn á sama stað. En einhvern veginn á þetta með gróðurrækt og síld samt samleið í höndunum á Henrik sem er með eindæmum skemmtilegur og fróður sögumaður.“
Skrifar Jón Ólafur Björgvinsson í skemmtilegum pistli á trolli.is hér og birtir fjölmargar myndir frá ferðalaginu.
Mynd: Jón Ólafur Björgvinsson
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






