Pistlar
Áhugaverður pistill um síldardósasafn í gróðrastöð
Henrik Hernevie síldarsögu varðvörslu áhugamaður er einstakur og ötull sögusafnari. Pistlahöfundurinn Jón Ólafur Björgvinsson á trolli.is fór í heimsókn til hans haustið 2018 og fékk að sjá hluta af síldardósasafninu hans, sem Henrik var með upp um alla veggi heima hjá sér í Lysekil.
Nú er hann komin með allt sitt safn í stóra skemmu sem tilheyrir gamalli og sögufrægri 11 hektara gróðrarstöð sem hann keypti í fyrra.
Þessi gróðrarstöð var á sínum tíma sú allra stærsta á norðurlöndum, með um og yfir 2400 tegundir af blómum, runnum, trjám og allskyns nytjajurtum.
Hún er staðsett í Immerstad 830, rétt fyrir utan Lysekil á vesturströnd Svíþjóðar, eiginlega á milli Brastad (Góðibær) og Sämstad (Slæmibær). Getur maður sagt óbeint, með orðaleikjabrandara þýðingu pistlahöfundar.
„Það var stórkostleg upplifun að keyra út í skóg og sjá allan gróðurinn sem nú vex villt og stjórnlaust í gömlu gróðrarstöðinni og óvænt upplifun að sjá síldarminjasafn á sama stað. En einhvern veginn á þetta með gróðurrækt og síld samt samleið í höndunum á Henrik sem er með eindæmum skemmtilegur og fróður sögumaður.“
Skrifar Jón Ólafur Björgvinsson í skemmtilegum pistli á trolli.is hér og birtir fjölmargar myndir frá ferðalaginu.
Mynd: Jón Ólafur Björgvinsson

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun