Frétt
Áhugamenn sjá ekki nýtinguna í eldhúsi OR – Vídeó
Á vef dv.is má sjá frétt með fyrirsögninni: „Innsýn í bruðlið í Orkuveitunni: Engu til sparað við eldhúsið.“
Með fréttinni fylgir svo myndband með skýringunni:
„Myndbandið veitir innsýn í lúxusinn í eldhúsinu, allar græjur og tækni eins og hún gerist best“.
Þetta myndband hefur farið eins og eldur um sinu í netheimum síðustu daga.Ef horft er á myndbandið frá faglegu sjónarhorni má glöggt sjá að tæki og annar búnaður í eldhúsinu sé búinn að margborga sig því það er margsannað að þau eldhús sem eru vel búin tæki og tólum spara mannskap og nýtingu á hráefni svo eitthvað sé nefnt.
Eins og sjá má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan þá virðist mikið hráefni unnið á staðnum sem sparar mikinn kostnað og greinilega er unnið eftir hinu frábæra HACCP kerfi sem tryggir gott hráefni.
Það er ekkert grín ef upp kemur matareitrun í fjölmennum starfsmannahópi eins og hjá OR og slíkt myndi svo sannarlega kosta skildinginn.
Mynd: skjáskot úr myndbandi

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt21 klukkustund síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?