Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Ágreiningur um framtíðarstefnu Omnom | Tveir af fjórum hluthöfum hafa selt hluti sína í fyrirtækinu

Birting:

þann

Omnom - Hólmaslóð 4 úti á Granda

Tveir af fjórum hluthöfum súkkulaðigerðarinnar Omnom hafa selt hluti sína í fyrirtækinu, en heimildir ViðskiptaMoggans herma að ágreiningur um framtíðarstefnu fyrirtækisins hafi ráðið ákvörðun þeirra.

Þannig munu þeir Karl Viggó Vigfússon, bakari og konditormeistari, og André Úlfur Visage hönnuður hafa selt hluti sína til annarra hluthafa í fyrirtækinu. Karl Viggó átti 20% hlut í Omnom og André Úlfur átti 10%. Aðrir eigendur fyrirtækisins eru Kjartan Gíslason matreiðslumaður, sem á 20% hlut í fyrirtækinu, og félagið 7Ó ehf. sem á helming hlutafjár. Það félag er að fullu leyti í eigu Mörtu Nowosad, en hún er eiginkona Óskars Þórðarsonar, framkvæmdastjóra félagsins og eins stofnanda þess.

Nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef Morgunblaðsins mbl.is hér.

 

Mynd: Smári / veitingageirinn.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið