Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Agnar Sverrisson opnar nýjan veitingastað í London
Snillingurinn Agnar Sverrisson stendur í ströngu þessa dagana við undirbúning á nýjum veitingastað í miðbæ London, en áætlaður opnunartími er seint í júní eða í byrjun júlí.
Veitingastaðurinn hefur fengið nafnið Texture og býður upp á 60 manns í sæti (Fine dining), eins verður hann með Champagne bar og tekur hann 30 manns í sæti, þess ber að geta að Kampavínslistinn er stærsti sinnar tegundar í London.
Texture verður með „12 front of house“,(veitingarstjóri, þjónar, vínþjónar,osfr.) og í eldhúsinu verða 10 kokkar.
Agnar hefur meðal annars unnið á Michelin staðnum hjá Lea Linster í Frisange í Luxembourg, Petrus og Pied a terre og nú síðast hjá Raymond Blanc í Oxford í Englandi.
Agnar leitar á heimaslóðir eftir þjónum á veitingastað sinn Texture, en tvær stöður eru í boði og þær eru Chef de rang og commis, þeir sem hafa áhuga eru bent á að hafa samband við Agnar í síma: 00447747012897 eða á netfangið [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Frétt4 dagar síðanÓeðlileg lykt og bragð í rúsínum leiðir til innköllunar






