Markaðurinn
Áframhaldandi samstarf Fastus ehf. og Bocuse d´Or á Íslandi
Samstarfssamningur Fastus og Bocuse d´Or á Íslandi var undirritaður á Stóreldhússýningunni í Laugardagshöll þann 1. nóvember síðastliðinn. Samkomulagið felur m.a. í sér að Fastus veitir Bocuse d´Or á Íslandi aðstöðu til æfinga auk fleirri mikilvægra þátta er koma að þeirra starfi.

Friðgeir Ingi Eiríksson frá Bocus d’Or á Íslandi og Jóhannes Kristjánsson sölustjóri frá Fastus undirrita samstarfssamninginn.
Fastus ehf. hefur verið einn af aðal bakhjörlum Bocuse d‘Or á Íslandi undanfarinn áratug. Með undirritun samkomulagsins er stuðningur frá Fastus tryggður fram yfir lokakeppni Bocus d‘Or í janúar árið 2021.
Ljóst er að Sigurður Laufdal verður næsti kandídat Íslands í forkeppni Bocuse d´Or í Eistlandi 2020, eftir að hafa sigrað undankeppninni hér á Íslandi. Þetta er í annað sinn sem að Sigurður keppir í þessari stærstu matreiðslukeppni heims en árið 2012 landaði hann 4. sæti og fékk verðlaun fyrir besta fiskréttinn. Afar spennandi verður að fylgjast með Sigurði í þessari keppni sem framundan er.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn