Freisting
Áfram sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum
Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, hefur ákveðið að rjúpnaveiðitímabilið í ár standi frá 1. til 30. nóvember en í fyrra var tímabilið frá 15. október til 30. nóvember. Mælt er með því að veiddir verði að hámarki 38.000 fuglar.
Áfram mun ríkja sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum. Ákvörðunin byggir á mati Náttúrufræðistofnunar Íslands á veiðiþoli rjúpnastofnsins og mati Umhverfisstofnunar á heildarveiði árið 2006.
Umhverfisráðuneytið segir, að rjúpum fækki nú annað árið í röð frá síðasta uppsveifluskeiði, en það stóð aðeins yfir í tvö ár samanborið við fjögur til fimm ár í fyrri uppsveiflum rjúpnastofnsins. Að mati Náttúrufræðistofnunar er áætlaður varpstofn nú um 110.000 fuglar og er það fækkun um 70.000 fugla frá því í fyrra.
Við mat á veiðiþoli er miðað við að hlutföll unga í veiðistofni verði 79%, það sama og talningar sýndu síðsumars 2007. Stærð veiðistofns 2007 er metin um 440.000 fuglar og með því mælt að ekki verði veiddir fleiri en 38.000 fuglar í ár.
Ráðuneytið segir, að miðað við fyrri reynslu af rjúpnastofninum í niðursveiflum, muni rjúpum fækka næstu þrjú til fjögur árin og veiðiþol stofnsins minnka að sama skapi. Það sé því ljóst að takmarka þarf rjúpnaveiði enn frekar í ár en gert hafi verið á síðustu árum.
Í ákvörðun umhverfisráðherra felst eftirfarandi:
- Veiðidagar verða alls 18 á tímabilinu 1. til 30. nóvember.
- Veiðar verða heimilaðar fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga.
- Sölubann gildir áfram á rjúpu og rjúpnaafurðum.
- Áfram verður friðað fyrir veiði u.þ.b. 2600 ferkílómetra svæði á Suðvesturlandi.
- Veiðimenn verða sem fyrr hvattir til að stunda hófsamar og ábyrgar veiðar.
- Virkt eftirlit verður með veiðunum á landi og úr lofti eftir því sem kostur er.
Greint frá á fréttamiðlinum Mbl.is

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum