Smári Valtýr Sæbjörnsson
Afmælisbjórinn Ölvisholt X fær góðar viðtökur og fæst loksins í Vínbúðinni – Gestum boðið að smakka bjórinn í Bjórgarðinum
Í tilefni þess að tíu ár verða liðin í ár síðan fyrsti bjórinn fór í tankana hjá Ölvisholti hefur brugghúsið framleitt sérstakan afmælisbjór í takmörkuðu magni. Bjórinn er væntanlegur í Vínbúðina nú um helgina.
Í fréttatilkynningu segir: „Við vildum halda upp á afmælið með sérstökum afmælisbjór og völdum októbertímabilið í Vínbúðunum til þess. Til að gera þetta enn skemmtilegra buðum við bruggmeisturum fyrri ára til okkar í afmælisköku og sambrugg en saman brugguðu Valgeir, Árni, Elvar og Ásta þennan bláberja-hveitibjór. Bjórinn er 6,4%, ósíjaður, þurrhumlaður og fallega fjólublár. Við notuðum 200 kg af bláberjum sem gefa bjórnum mikið bragð og sterkan lit.“
Nafnið Ölvisholt X er bein vísun í rómverska táknið fyrir 10 en eftir að nafnið var ákveðið hefur komið í ljós að Apple ætlar að gefa út iphone X með haustinu auk þess sem nú er ljóst að alþingiskosningar eru á döfinni nú í október. Ölvisholt X á því vel við sem októberbjór Ölvisholts.
Í dag framleiðir Ölvisholt sex tegundir sem eru í sölu allt árið en auk þess höfum við framleitt tímabilsbjóra eins og þorrabjór, páskabjór, sumarbjór, októberbjór og jólabjór. Í vetur bætist svo við nýr vetarbjór, Hel sem er dökkur porter bjór.
Til að fagna komu Ölvisholts X verða bruggararnir sem komu að bjórnum með smakk á Bjórgarðinum, Fosshóteli fimmtudaginn 21. september milli 17 og 19.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Food & fun1 dagur síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF