Smári Valtýr Sæbjörnsson
Afmælisbjórinn Ölvisholt X fær góðar viðtökur og fæst loksins í Vínbúðinni – Gestum boðið að smakka bjórinn í Bjórgarðinum
Í tilefni þess að tíu ár verða liðin í ár síðan fyrsti bjórinn fór í tankana hjá Ölvisholti hefur brugghúsið framleitt sérstakan afmælisbjór í takmörkuðu magni. Bjórinn er væntanlegur í Vínbúðina nú um helgina.
Í fréttatilkynningu segir: „Við vildum halda upp á afmælið með sérstökum afmælisbjór og völdum októbertímabilið í Vínbúðunum til þess. Til að gera þetta enn skemmtilegra buðum við bruggmeisturum fyrri ára til okkar í afmælisköku og sambrugg en saman brugguðu Valgeir, Árni, Elvar og Ásta þennan bláberja-hveitibjór. Bjórinn er 6,4%, ósíjaður, þurrhumlaður og fallega fjólublár. Við notuðum 200 kg af bláberjum sem gefa bjórnum mikið bragð og sterkan lit.“
Nafnið Ölvisholt X er bein vísun í rómverska táknið fyrir 10 en eftir að nafnið var ákveðið hefur komið í ljós að Apple ætlar að gefa út iphone X með haustinu auk þess sem nú er ljóst að alþingiskosningar eru á döfinni nú í október. Ölvisholt X á því vel við sem októberbjór Ölvisholts.
Í dag framleiðir Ölvisholt sex tegundir sem eru í sölu allt árið en auk þess höfum við framleitt tímabilsbjóra eins og þorrabjór, páskabjór, sumarbjór, októberbjór og jólabjór. Í vetur bætist svo við nýr vetarbjór, Hel sem er dökkur porter bjór.
Til að fagna komu Ölvisholts X verða bruggararnir sem komu að bjórnum með smakk á Bjórgarðinum, Fosshóteli fimmtudaginn 21. september milli 17 og 19.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir