Vín, drykkir og keppni
Afbragð annarra?
Það var greinilega farið að styttast í haustið þegar við skutumst inn á Kex fyrir ekki svo löngu, framhjá úlpuklæddum reykingaeftirlegukindum sem reyndu að finna sér smá skjól fyrir bitri norðanáttinni bak við hvort annað. Það blés virkilega köldu þetta kvöldið.
„Haustið er handan við hornið“ sagði fylgdarkona mín um leið og við smeygðum okkur spennt inn í hlýjuna í anddyrinu en við vorum á leið á japanska uppákomu á vegum Vínnes og það á viskí og gin kynningu frá því þekkta japanska fyrirtæki Nikka.
Við vorum spennt því þetta var aðeins öðruvísi og ekki á hverjum degi sem slíkt dettur upp í hendurnar á manni og ef þessi kaldi dagur var ekki sá rétti til að orna sér við gott og gamalt viskí þá veit ég ekki hvað annar dagur það ætti að vera.
Vínnes ehf. er vaxandi fyrirtæki í innflutningi, sölu og markaðssetningu á áfengum drykkjarvörum og flytjum inn og seljum léttvín frá öllum helstu vínræktunarsvæðum heims. Mikið er lagt upp úr því að vera með fjölbreytt úrval léttvína og að bjóða upp á gæða vín í öllum verðflokkum.
Fyrirtækið hefir einnig umboð frá stærsta bjórframleiðanda í heimi Anheuser Bush-Inbev. Þeir framleiða m.a. bjórinn Stella Artois, Leffe og Hoegaarden sem kemur frá Belgíu, Beck’s, Franziskaner og Lövenbräu frá Þýskalandi og Budweiser frá Bandaríkjunum svo eitthvað sé nefnt.
Einnig hef hefur Vínnes umboð fyrir heimsþekkt vörumerki í sterku áfengi eins og The Famous Grouse, The Macallan, Highland Park, Laphroiag, Jim Beam, Remy Martin, Cointreau, Passoa, Russian Standard, Stroh, Gammel Dansk ásamt mörgum öðrum. En við vorum að koma í viskísmakk.
Það var fjölmennt á kynningunni en það var framleiðsla Nikka sem var í sviðsljósinu en Nikka er væntanlega eitt af þekktustu nöfnunum í Japanskri viskígerð og á sér orðið langa sögu og djúpar rætur í Japan.
Nokkuð fjölmenni var í salnum og þekkja mátti nokkur þekkt andlit í salnum enda mikill áhugi fyrir þessari uppákomu, þarna voru einnig nokkrir harðir félagar frá Maltviskífélag Norðurlands mættir og einnig aðilar frá Japanska sendiráðinu sem gaf þessu nokkurn virðuleika.
Snorri Guðvarðsson viskí sérfræðingur sá síðan um að fara vel yfir söguna og leiða hópinn í gegnum smakk hlutann sem var áhugaverður en það eru vandfundnir þeir Íslendingar sem vita meiri en Snorri um þennan eðaldrykk.
Ég ætla ekki að fjalla um kynninguna hér, enda væri það allt of langt mál, en farið var vel yfir sögu Nikka og einnig hvaða þeir eru að framleiða, aðeins var farið í aðra framleiðslu hjá þeim og öðrum framleiðendum í Japan, en Japanir eru miklir áhugamenn um gott viskí og hafa náð verulega langt í sinni framleiðslu.
Vel var staðið af öllum undirbúningi en það var Julie Encausse sem átti veg og vanda af öllum undirbúning fyrir Vínnes.
Ég smellti af nokkrum myndum sem fylgja hér með.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt1 dagur síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s