Vín, drykkir og keppni
Af hverju að geyma vín og hvað gerir það fyrir vínið?
Sum vín eldast betur en önnur og er það stór misskilningur að öll vín verði betri því eldri sem þau verða.
Mismunandi þrúgur og framleiðsluaðferðir eru undirstaðan í því hvort vín geta geymst eða séu ætluð til að njóta strax.
Fleyrri rauðvín eru gerð til að eldast til lengri tíma frekar er hvítvín en einnig eru árgangs kampavín gerð til að geymast til margra ára.
Oft er sagt að einungis dýrari hvítvín séu gerð til að eldest til lengri tíma, það er margt til í því en á samt ekki við öll vín.
En af hverju að geyma vín í mörg ár frekar en bara að drekka og njóta þeirra um leið og við kaupum flöskuna?
Tökum til dæmis þéttan eikarbolta, án efa ef þú myndir opna flöskuna strax þegar hún færi frá framleiðanda og helltir þér í glas og fengir þér vænan sopa þá væri það eins og að bryðja à vínberjasteinum og munnurinn á þér myndi þorna upp, en það er einmitt tannínið í víninu sem hefur þessi àhrif sem kemur úr stönglum, hýði og steinum berjana.
Tannínið er gæðamerki vína og virkar sem rotvarnarefni og því meira sem tannin er því lengra má segja að vínið geymist, en það er einmitt við geymslu sem að tannínið mýkist og minnkar í víninu og við það verður vínið mýkra og betra.
En hvernig á að geyma vín til lengri tíma?
það skiptir mikklu máli hvernig á að geyma vín til lengri tíma, en best er að geyma flöskuna á hlið svo korkurinn minki ekki en við það kemst súrefni i vinið sem er einn helsti óvinur víns sem á að geyma til lengri tíma.
Einnig þarf að huga að hitastigi sem vínið er geymt við en best er að geyma vín við 10-14 gráður þegar það á að geymast til lengri tíma, en fyrir þá sem ekki eiga vínskáp er t.d geymsla eða fataskápar í herbergjum oft staðir sem hitastig er hvað jafnast.
Höfundur er Grétar Matthíasson, framreiðslu-, og matreiðslumeistari og stofnandi facebook hópsins: Þarf alltaf að vera vín?
Mynd: úr safni
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Hátíðarkveðjur