Neminn
AEHT-keppnin
Þessa dagana 16.-21. október fer fram hin árlega fagkeppni Evrópusamtaka hótel og ferðamálaskóla (AEHT) í Jesolo Lido á Ítalíu.
AEHT eru mjög öflug samtök bestu fagskóla í Evrópu og þykir mikill heiður fyrir skóla að fá inngöngu í samtökin. Það er því mikils virði fyrir Menntaskólann í Kópavogi og Hótel- og matvælaskólann að vera með og sýna hvað þau hafa fram að færa, eiga samskipti við kennara og nemendur frá öðrum löndum álfunnar og fá tækifæri til að læra af þeim bestu.
Þetta er tíunda árið sem skólinn sendir nemendur og kennara til keppni í bakstri og ferðakynningum.
Allt frá upphafi hefur árangur íslensku nemanna verið einstaklega góður. Undanfarin níu ár hafa nemendur MK fengið 7 sinnum gullverðlaun, fern fyrir bakstur og þrenn fyrir ferðamál, og tvisvar sinnum silfurverðlaun.
Keppendur MK að þessu sinni eru og Aron Egilsson í bakstri og Tinna Hrund Gunnarsdóttir í ferðamálum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni5 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík





