Vertu memm

Neminn

AEHT-keppnin

Birting:

þann

Þessa dagana 16.-21. október fer fram hin árlega fagkeppni Evrópusamtaka hótel– og ferðamálaskóla (AEHT) í Jesolo Lido á Ítalíu.

AEHT eru mjög öflug samtök bestu fagskóla í Evrópu og þykir mikill heiður fyrir skóla að fá inngöngu í samtökin. Það er því mikils virði fyrir Menntaskólann í Kópavogi og Hótel- og matvælaskólann að vera með og sýna hvað þau hafa fram að færa, eiga samskipti við kennara og nemendur frá öðrum löndum álfunnar og fá tækifæri til að læra af þeim bestu.

Þetta er tíunda árið sem skólinn sendir nemendur og kennara til keppni í bakstri og ferðakynningum.
Allt frá upphafi hefur árangur íslensku nemanna verið einstaklega góður. Undanfarin níu ár hafa nemendur MK fengið 7 sinnum gullverðlaun, fern fyrir bakstur og þrenn fyrir ferðamál, og tvisvar sinnum silfurverðlaun.

Keppendur MK að þessu sinni eru og Aron Egilsson í bakstri og Tinna Hrund Gunnarsdóttir í ferðamálum

Nánar á Mk.is

[email protected]

Auglýsingapláss

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið