Frétt
Aðskotahlutur fannst í Mexíkó súpu Krónunnar
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu Mexíkó súpu Krónunnar vegna aðskotahlut sem fannst í einni sölueiningu. Fyrirtækið hefur innkallað súpuna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Það var Vísir.is sem fyrst vakti athygli á aðskotahlutnum í súpunni og má sjá mynd af honum hér á visir.is
Eingöngu er að verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Krónan
- Vöruheiti: Mexíkósk kjúklingasúpa
- Geymsluþol: Best fyrir 17.09.2025
- Nettómagn: 1 l
- Framleiðandi: Icelandic Food Company ehf., Vatnagörðum 6, 104 Reykjavík
- Framleiðsluland: Ísland
- Dreifing: Verslanir Krónunnar um land allt
Neytendur sem keypt hafa vöruna skulu ekki neyta hennar heldur farga eða skila til verslunarinnar.
Mynd: kronan.is
-
Bocuse d´Or24 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn1 dagur síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup






