Freisting
Að éta skóna sína..

Félagið Matur- saga-menning gengst fyrir öðrum fræðslufundi vetrarins fimmtudaginn 30. nóvember kl 20 að Grandagarði 8 í Reykjavík. Í þetta sinn verður umfjöllunarefnið Matur og ferðamennska. Íslenskur matur á borðum ferðamannsins fyrr og síð.
Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur við Reykjavíkur akademíuna, ríður á vaðið þetta kvöld og fjallar um lýsingar á íslenskum mat og drykk í erlendum heimildum frá fyrri öldum, undir yfirskriftinni /Að éta skóna sína: Íslensk matarmenning í erlendum ritum um Ísland. Þar sýnir Sumarliði ýmis dæmi um erlenda texta þar sem greint er frá matarmenningu og drykkjusiðum Íslendinga á fyrri öldum og upplifun og lýsingum útlendinga á þeirri reynslu að vera í fæði á Íslandi.
Laufey Haraldsdóttir frá Ferðamáladeild Hólaskóla lítur okkur nær í tíma í seinna erindi kvöldsins, sem hún nefnir /Hafa ferðamenn áhuga á mat?
Staðbundinn matur, auðlind í ferðaþjónustu. Þar kynnir hún niðurstöður kannana á viðhorfum erlendra ferðamanna til matarins og áhuga þeirra á íslenskri matarhefð. Eins segir hún frá verkefninu Matarkistan Skagafjörður, sem er dæmi um hvernig nýta má auðlegð og menningu einstakra héraða í svæðisbundinni ferðamennsku. Að loknum erindum verður tími fyrir umræður, fyrirspurnir og spjall í bland við veitingar við hæfi.
Fundurinn „Að éta skóna sína“ verður haldinn að Grandagarði 8, fimmtudaginn 30. nóvember kl 20- 21:30 og er öllum opinn meðan húsrúm leyfir.
Fréttatilkynning
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni2 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Frétt4 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Uppskriftir2 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Keppni3 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni22 klukkustundir síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu





