Viðtöl, örfréttir & frumraun
AC orðið að félagasamtökum
Arctic Challenge stóð fyrir skemmtilegri keppni í byrjun árs sem hét Arctic Chef og Arctic Mixologist, en veitingastaðir og barir á Akureyri fengu tækifæri á að senda keppendur, hvort sem það var fyrir matreiðslu- og/eða barhlutann.
Greinilegt að þessi keppni fór vel í veitingageirann því að fullbókað var í keppnina.
Var þetta í fyrsta skiptið sem keppnin var haldin á vegum Arctic Challenge, sem fór fram á Strikinu á Akureyri.
Arctic Challenge er menningarviðburður á Akureyri sem sameinar matreiðslu og kokteilgerð í eina keppni. Veitingastaðir og barir á Akureyri fá tækifæri á að senda keppendur, hvort sem það er fyrir matreiðslu- og/eða barhluta keppni.
Nú á dögunum varð Arctic Challenge formlega virk félagasamtök og einn af aðalstyrkaraðilum er heildsalan Ekran.
Arctic Challenge mun standa fyrir keppnum, námskeiðum og sérstökum dinnerum svo fátt sé nefnt í samvinnu við ýmsa veitingastaði.
Forsprakkar Arctic Challenge eru Árni Þór Árnason matreiðslumaður og Alexander Magnússon framreiðslumeistari.
Facebook: Arctic Challenge
Instagram: Arctic Challenge
Arctic Challenge fréttayfirlit hér.
Mynd: facebook / Arctic Challenge
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Frétt5 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði