Viðtöl, örfréttir & frumraun
AC orðið að félagasamtökum

Arctic Challenge skrifaði undir styrktarsamning nú á dögunum við Ekruna.
F.v. Árni Þór Árnason, Guðmundur Geir Hannesson sölumaður hjá Ekrunni á Akureyri og Alexander Magnússon
Arctic Challenge stóð fyrir skemmtilegri keppni í byrjun árs sem hét Arctic Chef og Arctic Mixologist, en veitingastaðir og barir á Akureyri fengu tækifæri á að senda keppendur, hvort sem það var fyrir matreiðslu- og/eða barhlutann.
Greinilegt að þessi keppni fór vel í veitingageirann því að fullbókað var í keppnina.
Var þetta í fyrsta skiptið sem keppnin var haldin á vegum Arctic Challenge, sem fór fram á Strikinu á Akureyri.
Arctic Challenge er menningarviðburður á Akureyri sem sameinar matreiðslu og kokteilgerð í eina keppni. Veitingastaðir og barir á Akureyri fá tækifæri á að senda keppendur, hvort sem það er fyrir matreiðslu- og/eða barhluta keppni.
Nú á dögunum varð Arctic Challenge formlega virk félagasamtök og einn af aðalstyrkaraðilum er heildsalan Ekran.
Arctic Challenge mun standa fyrir keppnum, námskeiðum og sérstökum dinnerum svo fátt sé nefnt í samvinnu við ýmsa veitingastaði.
Forsprakkar Arctic Challenge eru Árni Þór Árnason matreiðslumaður og Alexander Magnússon framreiðslumeistari.
Facebook: Arctic Challenge
Instagram: Arctic Challenge
Arctic Challenge fréttayfirlit hér.
Mynd: facebook / Arctic Challenge
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn1 dagur síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir13 klukkustundir síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu





