Viðtöl, örfréttir & frumraun
AC orðið að félagasamtökum

Arctic Challenge skrifaði undir styrktarsamning nú á dögunum við Ekruna.
F.v. Árni Þór Árnason, Guðmundur Geir Hannesson sölumaður hjá Ekrunni á Akureyri og Alexander Magnússon
Arctic Challenge stóð fyrir skemmtilegri keppni í byrjun árs sem hét Arctic Chef og Arctic Mixologist, en veitingastaðir og barir á Akureyri fengu tækifæri á að senda keppendur, hvort sem það var fyrir matreiðslu- og/eða barhlutann.
Greinilegt að þessi keppni fór vel í veitingageirann því að fullbókað var í keppnina.
Var þetta í fyrsta skiptið sem keppnin var haldin á vegum Arctic Challenge, sem fór fram á Strikinu á Akureyri.
Arctic Challenge er menningarviðburður á Akureyri sem sameinar matreiðslu og kokteilgerð í eina keppni. Veitingastaðir og barir á Akureyri fá tækifæri á að senda keppendur, hvort sem það er fyrir matreiðslu- og/eða barhluta keppni.
Nú á dögunum varð Arctic Challenge formlega virk félagasamtök og einn af aðalstyrkaraðilum er heildsalan Ekran.
Arctic Challenge mun standa fyrir keppnum, námskeiðum og sérstökum dinnerum svo fátt sé nefnt í samvinnu við ýmsa veitingastaði.
Forsprakkar Arctic Challenge eru Árni Þór Árnason matreiðslumaður og Alexander Magnússon framreiðslumeistari.
Facebook: Arctic Challenge
Instagram: Arctic Challenge
Arctic Challenge fréttayfirlit hér.
Mynd: facebook / Arctic Challenge
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Uppskriftir4 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanDonald Trump hótar 200 prósenta tollum á frönsk vín og kampavín eftir að Frakkar draga lappirnar
-
Frétt4 dagar síðanNeytendur með ofnæmi varaðir við vöru sem seld var í Costco á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars





