Viðtöl, örfréttir & frumraun
AC orðið að félagasamtökum
Arctic Challenge stóð fyrir skemmtilegri keppni í byrjun árs sem hét Arctic Chef og Arctic Mixologist, en veitingastaðir og barir á Akureyri fengu tækifæri á að senda keppendur, hvort sem það var fyrir matreiðslu- og/eða barhlutann.
Greinilegt að þessi keppni fór vel í veitingageirann því að fullbókað var í keppnina.
Var þetta í fyrsta skiptið sem keppnin var haldin á vegum Arctic Challenge, sem fór fram á Strikinu á Akureyri.
Arctic Challenge er menningarviðburður á Akureyri sem sameinar matreiðslu og kokteilgerð í eina keppni. Veitingastaðir og barir á Akureyri fá tækifæri á að senda keppendur, hvort sem það er fyrir matreiðslu- og/eða barhluta keppni.
Nú á dögunum varð Arctic Challenge formlega virk félagasamtök og einn af aðalstyrkaraðilum er heildsalan Ekran.
Arctic Challenge mun standa fyrir keppnum, námskeiðum og sérstökum dinnerum svo fátt sé nefnt í samvinnu við ýmsa veitingastaði.
Forsprakkar Arctic Challenge eru Árni Þór Árnason matreiðslumaður og Alexander Magnússon framreiðslumeistari.
Facebook: Arctic Challenge
Instagram: Arctic Challenge
Arctic Challenge fréttayfirlit hér.
Mynd: facebook / Arctic Challenge
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana