Starfsmannavelta
AALTO Bistro kveður Norræna húsið
Fullbókað var í gærkvöldi á AALTO Bistro í Norræna húsinu, en það var í síðasta sinn sem hægt var að njóta unaðsrétta listakokksins góða, Sveins Kjartanssonar, áður en hann heldur á ný mið.
Sjá einnig: Sveinn Kjartansson hættir á AALTO Bistro í Norræna húsinu
Eftirfarandi er fréttatilkynning frá AALTO Bistro:
Við höfum nú kvatt.
Norræna húsið hefur verið okkur hjartkært, sem og einstakt starfsfólk þess síðustu rúmlega 5 ár. Takk!
Ótal gestir hafa sótt okkur heim og við notið þess að taka á móti. Þeir hafa verið okkur hjartfólgnir, sem nánir vinir. Takk!
Væntanlega mun fljótlega veitingahús verða opnað aftur í þessari fallegu byggingu og verður þar án efa spennandi og bragðgott góðgæti á boðstólum, sem hingað til.
Veitingarrými Norræna hússins verður notað undir fjölbreytta viðburði hússins þangað til nýr veitingastaður opnar.
Mynd: facebook / AALTO Bistro
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa






