Nemendur & nemakeppni
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
![Tólf nemendur í matartækni hjá VMA](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2025/02/matartaeknar-vma.jpg)
Nemendurnir tólf sem stunda nú nám í VMA á þriðju og síðustu önn í matartækni. Myndina tók Marína Sigurgeirsdóttir í staðlotu í VMA um liðna helgi.
Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA) hefur lengi menntað og útskrifað matartækna. Ekki aðeins hafa nemendur í gegnum tíðina verið frá svokölluðu upptökusvæði skólans heldur hafa þeir komið af öllu landinu. Núna stundar tólf nemenda hópur þetta nám við skólann og er þessi vorönn 2025 sú þriðja og síðasta í náminu.
Eins og nafn námsins gefur til kynna er það fyrst og fremst ætlað fólki sem starfar við matvæli – hvort sem er í mötuneytum eða á veitingastöðum. Námið er lotunám, sem þýðir að það er kennt í fimm staðlotum á hverri önn og á milli lotanna vinna nemendur verkefni af ýmsum toga í gegnum Innu.
Marína Sigurgeirsdóttir, kennari við matvælabraut VMA, hefur yfirumsjón með matartæknanáminu í VMA og það hefur hún gert síðan 2007. Nemendahópurinn sem hún kennir núna er sá áttundi í röðinni frá 2007. Hún áætlar að á þessum átján árum hafi VMA útskrifað á bilinu 80 til 100 matartækna.
Lotunámið í matartæknináminu er byggt upp á annars vegar fyrirlestrum og hins vegar verklegu námi. Um liðna helgi var ein af fimm slíkum lotum í náminu. Hópurinn hittist kl. 13 sl. föstudag og á laugardaginn var kennt til kl. 16.
Sem fyrr segir stunda nú tólf nemendur nám í matartækni við VMA. Einn þeirra hefur lokið grunndeild matvæla í VMA en aðrir hafa farið í gegnum raunfærnimat í SÍMEY og þannig komist inn í þetta nám. Til að fara í raunfærnimat þarf viðkomandi að hafa starfað að lágmarki í þrjú ár í mötuneyti eða veitingarekstri. Auk fagnáms í verklegum og bóklegum áföngum sem nemendur taka í lotum og fjarnámi VMA þurfa þeir að hafa lokið áföngum í íslensku, ensku og stærðfræði á öðru þrepi.
Eftir brautskráningu sækja matartæknar um leyfisbréf og þar með starfsréttindi sem matartæknar til landlæknisembættisins. Í því felst m.a. heimild til þess að bera ábyrgð á rekstri mötuneyta.
Nemendur í þessum tólf nemenda námshópi í matartækni eru af Eyjafjarðarsvæðinu – frá Dalvík, Ólafsfirði, Hrísey og Akureyri – og eru þeir allir starfandi í mötuneytum eða á veitingastöðum.
Nám í matartækni er einungis í boði í annars vegar VMA og hins vegar í Menntaskólanum í Kópavogi – MK.
Ef nægilega margir skrá sig bindur Marína vonir við að nýr námshópur geti hafið nám næsta haust.
Mynd: vma.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Frægur vínsafnari hreinsaður af ásökunum um fölsuð vín