Frétt
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
Fimm árum eftir að fyrrverandi ríkisstjóri New York, Andrew Cuomo, gerði breytingar á lágmarkslaunum en ekki fyrir starfsmenn í veitingageiranum, hafa nokkrir löggjafar ríkisins lagt fram frumvarp til að leiðrétta það.
Frumvarpið krefst þess að atvinnurekendur í New York borgi starfsmönnum sínum lágmarkslaun og þjórfé bætist síðan ofan á, sem myndi afnema núverandi kerfi.
Samkvæmt núgildandi lögum geta veitingahúsaeigendur í New York borg dregið frá $5,15-$5,50 á klukkustund í þjórfé (fer eftir staðsetningu), á meðan aðrir atvinnurekendur geta aðeins dregið frá $2,60-$2,75 á klukkustund. Fyrir valda starfsmenn eins og hárgreiðslufólk og dyraverði verður lágmarks-launakerfið afnumið fyrir 31. desember 2025, en starfsmenn veitingageirans eru ekki inni í þeim samning.
Samtökin One Fair Wage segja að frumvarpið myndi gagnast hundruðum þúsunda starfsmanna um allt ríkið með því að tryggja sanngjörn laun, draga úr ósamræmi í þjórfé og takast á við mismunun sem hefur óhófleg áhrif á konur og litaða starfsmenn, að því er fram kemur á fréttavefnum Reuters.
New York hefur íhugað að banna þjórfé síðan árið 2018.
„Við náðum árangri með breytingar á lágmarkslaununum, nema að starfsmenn veitingageirans hafa stöðugt verið skildir út úr því ferli,“
sagði þingkonan, Jessica González-Rojas við kynningu frumvarpsins í síðustu viku.
Nú hafa sjö ríki bannað þjórfé: Alaska, Kalifornía, Minnesota, Montana, Nevada, Oregon og Washington, auk einstakra borga eins og Chicago, sem samþykkti breytingar á lágmarkslaunum í október 2023.
Mynd: úr myndasafni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan