Viðtöl, örfréttir & frumraun
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
Eftir 13 ár er nú komið að tímamótum, en veitingastaðurinn Slippurinn í Vestmannaeyjum mun ljúka sínu síðasta tímabili næsta sumar, segir í tilkynningu frá veitingastaðnum.
Síðustu ár hefur Slippurinn verið leiðandi á sviði íslenskrar matargerðar með áherslu á náttúru, árstíðabundna matargerð og sjálfbærni.
„Þegar við stofnuðum Slippinn árið 2012 höfðum við ekki hugmynd um hversu mikil áhrif hann myndi hafa á líf okkar og feril,“
segir Gísli Matthías Auðunsson, yfirkokkur og eigandi.
„Það hefur verið ótrúlegt að vinna með fjölskyldu minni, dásamlegum samstarfsmönnum og heimafólki í Vestmannaeyjum. Við erum óendanlega þakklát og horfum bjartsýn til okkar síðasta tímabils – sem við stefnum að því að gera það besta til þessa.“
„Ég er þó hvergi nærri hættur“
„Ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda. Foreldrar mínir eru ekki að verða yngri, og ég finn að við höfum náð ákveðnum áfangapunkti með Slippinn – stað þar sem við höfum gert allt sem við getum gert. Nú er rétti tíminn til að staldra við, líta yfir farinn veg og horfa fram á við.
Ég er þó hvergi nærri hættur og upplifi mig frekar sem nýbyrjaðan. Ég opnaði Slippinn þegar ég var aðeins 23 ára, og allt mitt líf hefur mótast í kringum veitingastaðinn. Fyrir það er ég óendanlega þakklátur.
Þó svo að ég sé að vissu leyti sorgmæddur að þessu sé að ljúka þá er ég líka spenntur fyrir framtíðinni og fleiri verkefnum. Við hvetjum gesti til að koma og upplifa Slippinn í síðasta sinn næsta sumar – og fagna því sem staðurinn hefur skapað á þessum 13 árum. Bókanir eru nú opnar í gegnum vefsíðu okkar www.slippurinn.com. Við munum deila minningum, reynslu og gleði í gegnum sérstakt kveðjuvídjó sem gefið verður út á samfélagsmiðlum.“
Segir Gísli að lokum.
Þær eru ófáar fréttirnar sem hafa verið skrifaðar um Slippinn hér á veitingageirinn.is, sjá fréttayfirlit hér.
Mynd: Gunnar Freyr Gunnarsson
-
Frétt4 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun2 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF