Keppni
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
Skráningar eru hafnar á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum 2025.
Mótið fer fram helgina 7-9. febrúar á næsta ári. Skráningarfrestur er til og með 17. janúar.
Mótið í ár verður stórglæsilegt og til mikils að vinna en undanfarin ár hafa sigurvegarar keppna á mótinu hér heima verið landi og þjóð til sóma í keppnum erlendis.
Sigurvegarar hljóta fallegan bikar og keppnisrétt fyrir Íslands hönd í keppnum erlendis. Að auki hljóta allir keppendur þátttökuverðlaun og í verðlaunaafhendingunni sunnudaginn 9. febrúar verða dregin út vegleg útdráttarverðlaun sem allir keppendur eiga möguleika á að hljóta óháð árangri.
Við hvetjum ungt fólk af öllum kynjum til þátttöku á Íslandsmótinu. Hvert og eitt ykkar skiptir máli sem fyrirmynd í faginu.
Nánari upplýsingar um verkefni keppenda og skráning fer fram á vef Iðunnar, idan.is hér.
Nánari upplýsingar um keppnina veitir:
Steinn Óskar Sigurðsson
Leiðtoga matvæla- og veitingagreina hjá Iðan fræðslusetur
[email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti