Frétt
Innkallað: mygla myndaðist í kaffiskyri
Matvælastofnun varar neytendur við einni framleiðslulotu af kaffiskyri með kaffi og vanillubragði frá Örnu ehf. vegna framleiðslugalla en í vörunni myndaðist mygla. Fyrirtækið hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað vöruna.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vöruheiti: Kaffiskyr með kaffi og vanillubragði
- Framleiðandi: Arna ehf., Hafnargata 80, 415 Bolungarvík
- Umbúðir: 200 g askja
- Geymsluþol: Best fyrir 14.11.2024
- Dreifing: Allar verslanir sem selja vörur frá Örnu ehf.
Neytendum sem hafa keypt vöruna með umræddri dagsetningu er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila vörunni í þá verslun þar sem hún var keypt eða snúið sér beint til Örnu.
Mynd: mast.is
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Snædís kveður ION hótelið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar í Smáralindinni
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Jóla rauðrófur
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Myndir og vídeó frá Tipsý viðburðinum á Múlabergi – Ingibjörg Bergmann: Það er alveg greinilegt að kokteilamenningin á Akureyri blómstar ….
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Guðmundur og Svala hrepptu titilinn Íslandsmeistarar í brauðtertugerð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Einstaklega vel heppnað matarmót – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Edda Heildverslun – Stóreldhús 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir Hnífar – Dagur einhleypra og við gefum 20% afslátt