Frétt
Innkallað: mygla myndaðist í kaffiskyri
Matvælastofnun varar neytendur við einni framleiðslulotu af kaffiskyri með kaffi og vanillubragði frá Örnu ehf. vegna framleiðslugalla en í vörunni myndaðist mygla. Fyrirtækið hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað vöruna.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vöruheiti: Kaffiskyr með kaffi og vanillubragði
- Framleiðandi: Arna ehf., Hafnargata 80, 415 Bolungarvík
- Umbúðir: 200 g askja
- Geymsluþol: Best fyrir 14.11.2024
- Dreifing: Allar verslanir sem selja vörur frá Örnu ehf.
Neytendum sem hafa keypt vöruna með umræddri dagsetningu er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila vörunni í þá verslun þar sem hún var keypt eða snúið sér beint til Örnu.
Mynd: mast.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






