Keppni
Guðmundur og Svala hrepptu titilinn Íslandsmeistarar í brauðtertugerð
Tilkynnt var um verðlaunahafana á Íslandsmeistaramótinu í brauðtertugerð í útgáfuboði Stóru brauðtertubókarinnar í dag, en dagur íslensku brauðtertunnar er einmitt haldinn hátíðlegur í dag, miðvikudaginn 13. nóv.
Stóra brauðtertubókin er nýkomin úr prentun og eftirvæntingin hjá bókaunnendum og er henni dreift í verslanir um land allt. Í bókinni er að finna brauðtertur úr ýmsum áttum ásamt nytsamlegum fróðleik og allskonar skemmtilegheitum.
Það komu fjölmargar uppskriftir inn í keppnina og ekki auðvelt verk að skera úr um hvaða tertur skyldu hreppa hnossið.
En hér koma verðlaunahafarnir:
Fallegasta brauðtertan: Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir fyrir himneska hangikjötstertu.
Frumlegasta brauðtertan: Berglind Ellý Jónsdóttir fyrir róttæka rækju og Ritz-kex tertu.
Bragðbesta brauðtertan: Magnús Ingi Björgvinsson fyrir ljúffenga rækjutertu.
Besta pörunin; brauðterta+kampavín: Ingimar Flóvent Marínósson fyrir túnfisktertu.
Og loks er það Íslandsmeistarinn í brauðtertugerð, það eru þau Guðmundur Kristinsson og tengdamóðir hans Svala Sveinbergsdóttir sem gerðu dásamlega fallega, bragðgóða og haganlega skreytta rækjutertu.
Terturnar er svo allar að finna í Stóru brauðtertubókinni.
Myndir: aðsendar / Karl Petersson

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni5 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði