Vertu memm

Food & fun

Einn eftirsóttasti kokkur Norðurlanda gestur Grand Restaurant á Food & fun 2014

Birting:

þann

Daniel Kruse

Matreiðslumaður ársins í Danmörku, árið 2012, Daniel Kruse, er spenntur fyrir samstarfi við íslenska kollega sína næstu daga.

Daniel Kruse, verður gestur Grand Restaurant á Food & Fun hátíðinni sem hófst í gær, miðvikudaginn 26. febrúar. Daniel hefur verið einn eftirsóttasti matreiðslumeistari Norðurlanda og víðar um árabil. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna, meðal annars verði sæmdur titlinum Matreiðslumaður ársins, í Danmörku árið 2012 og varð þriðji í valinu um matreiðslumann norðurlanda á síðasta ári.

Daniel hefur verið yfirmatreiðlsumeistari á Lassen´s Restaurant á Stammershalle hótelinu á dönsku eyjunni Bornholm um árabil og hefur byggt upp gott orðspor fyrir frumlega efnistök á klassísku hráefni. Daniel er spenntur fyrir samstarfinu við íslenska kollega sína og lofar því að það verði upplifun á koma á Grand Restaurant á Food & fun hátíðinni.

Matseðill Grand Restaurant á Food & Fun er eftirfarandi:

Fyrsti réttur
Heitreykt bleikja steinseljurót, fennel og súraldin

Forréttur
Humar, Jerúsalem ætiþystlaís, sólselja og malt

Aðalréttur
Lambahryggvöðvi – hægelduð og steikt grísasíða, blandaðir laukar, soðgljái með eplum og bjór

Eftirréttur
Skyr og sítróna

Seinni eftirréttur
Súkkulaði og hafþyrnisber

Fréttamenn veitingageirans heimsækja Grand restaurant í kvöld og munu deila upplifun sinni í máli og myndum hér á veitingageirinn.is.

 

Mynd: aðsend/Grand.is

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið