Viðtöl, örfréttir & frumraun
Myndir frá Bottomless Sticks & Sushi gleðinni – Fimmtudagarnir eru nýju laugardagarnir
Sérstakur sticks & sushi matseðill verður í boði alla fimmtudaga í vetur hjá gastro-pöbbinum Public House, en staðurinn er staðsettur við Laugaveg 24. Viðburðurinn heitir Bottomless Sticks & Sushi, þar sem fyrirkomulagið er „All you can eat“ eða allt sem þú getur í þig látið.
Viðburðurinn verður alla fimmtudaga frá klukkan 16:00 til 23:00 á 8.990 kr. Á fimmtudögum er líka DJ frá klukkan 18:00 og ALL-DAY-happy-hour. Geggjuð blanda og þotuliðið segir að fimmtudagarnir eru klárlega nýju laugardagarnir.
Kokkarnir á Public House nota íslenskt hráefni í Sticks & Sushi réttina en með „japönskum blæ“. Kolagrillaðir fisk,- og kjötréttir á spjóti með Aji amarillo sem er tegund af gulum chili-pipar sem er miðlungs sterkur, ferskur og ávaxtaríkur, sem minnir svolítið á mangó eða apríkósur.
Til að fagna Bottomless Sticks & Sushi gleðinni sem kemur til að vera alla fimmtudaga í vetur var boðið upp á veglega veislu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Myndir: aðsendar / Public House – Gastropub
-
Markaðurinn7 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn7 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn





































