Markaðurinn
Ostakarfa er gómsæt gjöf sem gleður – Harpa: við getum byrjað að telja niður dagana til jóla….
Ostóber markar enn fremur upphafið á jólavertíðinni en ostakörfur eru gómsætar gjafir sem henta einstaklega vel þegar gleðja á starfsmenn, viðskiptavini, fjölskyldu og vini í aðdraganda jólanna.
Harpa Hrönn Gunnarsdóttir, sölufulltrúi hjá MS, hefur yfirumsjón með ostakörfugerðinni og á milli þess sem hún kynnir nýja osta í Ostóber er hún farin að huga að jólunum.
„Það er alltaf gaman að fá nýjan ostakörfubækling í hendurnar og setja ostakörfuverslunina okkar í loftið en það þýðir einfaldlega að við getum byrjað að telja niður dagana til jóla,“
segir Harpa.
„Við bjóðum nú sem fyrr upp á fjölbreytt úrval ostakarfa til fyrirtækja og einstaklinga en gjafakarfa með íslenskum ostum og sérvöldu meðlæti er gómsæt gjöf sem gleður í aðdraganda jólanna og hægt er að skoða allt úrvalið okkar á ms.is.“
Þá hefur færst í aukana að fyrirtæki og einstaklingar vilji bæta við annarri matvöru, víni eða gjafavöru í körfurnar og tekur Harpa það sérstaklega fram að það sé meira en sjálfsagt að verða við slíkum óskum og slík viðbótarþjónusta sé viðskiptavinum að kostnaðarlausu.
„Það er tilvalið að huga tímanlega að jólagjöfum starfsmanna því jólin verða komin áður en við vitum af og þá eru sölufulltrúar MS ætíð tilbúnir til að svara fyrirspurnum í síma 450-1111 eða á netfanginu [email protected],“
segir Harpa.
Skoða úrvalið á www.ostakorfur.ms.is
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt1 dagur síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði