Markaðurinn
Pastaréttur með heimabökuðum plómutómötum
Innihaldslýsing:
6-8 plómutómatar, þroskaðir
4 msk ólífuolía
1 tsk sykur, helst hrásykur
Nýmalaður pipar
Salt
1/2 tsk basilika
Balsamedik
300 g pasta, t.d. tagliatelle
Hnefafylli af íslensku klettasalati
Leiðbeiningar:
Ofninn hitaður í 140°C.
- Tómatarnir skornir í fjórðunga eftir endilöngu. Dálítilli olíu dreift í eldfast mót og tómötunum raðað í það (hýðið látið snúa niður).
- Svolitlum sykri dreift yfir, tómatarnir kryddaðir með pipar, salti og e.t.v. þurrkaðri basiliku, og síðan er balsamedikinu ýrt yfir ásamt afganginum af olíunni.
- Sett í ofninn og bakað í 45-60 mínútur, eða þar til tómatarnir eru hálfþurrir og unaðslega bragðmiklir.
- Pastað soðið í saltvatni samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum, hellt í sigti og síðan hvolft í skál eða á fat.
- Olíunni af tómötunum ýrt yfir og klettasalatinu blandað saman við.
- Tómötunum raðað ofan á.
Uppskrift frá Íslenskt.is – Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars