Frétt
Rangar merkingar á Ali snitzel frá Síld og fiski
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um innköllun á tveimur framleiðslulotum af Ali snitzel frá Síld og fiski vegna rangar merkinga en fyrir mistök var snitzel sem þarfnast eldunar pakkað í umbúðir fyrir fulleldað. Fyrirtækið hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað vöruna.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vörumerki: Ali
- Vöruheiti: Snitzel fulleldað
- Lotunr. 02.09.24 og 04.09.24, Best fyrir 23.09.24 og 25.09.24
- Nettómagn: Breytilegt
- Strikamerki: Hefst á 2353996…
- Framleiðandi: Síld og fiskur, Dalshrauni 9b, Hafnarfirði
- Dreifing: Verslanir Bónus, Krónunnar, Hagkaupa, Samkaupa, Fjarðarkaup, Kassinn og Kaupfélag V-Húnvetninga.
Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að skila henni til fyrirtækisins Síld og Fisks eða í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.
Mynd: mast.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana