Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Kokkanemar frá Suður-Evrópu fengu hlýjar móttökur á sjávarréttahátíð Mateyjar – Myndir

Birting:

þann

Kokkanemar frá Suður-Evrópu fengu hlýjar móttökur á sjávarréttahátíð Mateyjar - Myndir

Björgvin Þ. Björgvinsson, fagstjóri sjávarútvegs og matvæla hjá Íslandsstofu ásamt kokkanemunum í heimsókn sinni í Vestmannaeyjum

Kokkaskólakeppnin Concurso Escuelas de Cocina de Bacalao de Islandia (CECBI), gengur út á að kynna íslenskan saltfisk fyrir matreiðslunemum á Spáni, Ítalíu og í Portúgal. Verkefnið er hluti af markaðsstarfi Seafood from Iceland.

CECBI kynningarmyndband

Að sögn Björgvins Þ. Björgvinssonar, fagstjóra sjávarútvegs og matvæla hjá Íslandsstofu, hefur verkefnið verið í mótun frá árinu 2015. það sé í dag orðið vel þekkt á meðal nema og matreiðslumanna í þessum löndum, sem eru aðalneyslusvæði saltfisks.

Hluti af CECBI er keppni þar sem besti saltfiskkokkur hvers lands er valinn. Sigurvegararnir í ár, þau  Marta Oti frá Spáni, Alessandro Abbrescia frá Ítalíu og Marco Sobral frá Portúgal, hlutu í verðlaun Íslandsferð til þess að kynnast uppruna þessarar hágæða vöru, en einnig til þess að miðla þekkingu og vera fulltrúar landa sinna á þessum vettvangi.

Sjá einnig: Sigraði í saltfiskeppni og fær að launum draumaferðalag til Íslands

CECBI kokkarnir voru hluti af dagskrá á sjávarréttahátíðinni Matey í Vestmannaeyjum þetta árið. Þau voru viðstödd setningu viðburðarins, fengu að kynnast gestakokkum og smakka rétti af matseðlum þeirra, heimsækja saltfiskvinnslu VSV og fara um borð í fiskiskip, ásamt því að upplifa allt það besta sem Vestmannaeyjar hafa upp á að bjóða.

Kokkanemar frá Suður-Evrópu fengu hlýjar móttökur á sjávarréttahátíð Mateyjar - Myndir

Kokkanemarnir, Gísli Matt og gestakokkarnir á Matey

Rúsínan í pylsuendanum var svo hádegisverður í Herjólfsbæ í Herjólfsdal þar sem kokkanemarnir endursköpuðu sigurrétti sína fyrir valda gesti. Þar nutu þau liðsinnis Gísla Matthíasar Auðunssonar, matreiðslumeistara á Slippnum og víðar.

Kokkanemar frá Suður-Evrópu fengu hlýjar móttökur á sjávarréttahátíð Mateyjar - Myndir

Slagorð verkefnisins er einmitt Se necesita un pueblo eða það þarf heilt þorp, en ekki er hægt að ímynda sér betri vettvang heldur en Vestmannaeyjar og Matey til þess að fá innsýn inn í hvernig samfélagið vinnur saman að því að búa til framúrskarandi gæðavöru úr sjónum.

Með fylgja myndir frá ferðinni.

Myndir: Islandsstofa.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið