Viðtöl, örfréttir & frumraun
Opnunarhátíð Matey haldin í Sagnheimum
Nú 5-.7. september n.k verður sjávarréttahátíðin Matey haldin hátíðleg í hinu glæsilega sjávarsamfélagi Vestmannaeyja og þar gestir fá að upplifa samblöndu af sjávarfangi frá Vestmannaeyjum, nýstárlegri matreiðslu og frábæru samstarfi fiskframleiðenda fleiri matvælaframleiðenda og ferðaþjónustuaðila í Eyjum.
Opnunarhátíð Matey verður haldin í Sagnheimum í Safnahúsinu í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 4. september kl: 17:00 og eru allir velkomnir.
Eins og fram hefur komið, þá eru eingöngu konur í forystuhlutverki á MATEY þetta árið, en allir gestakokkarnir eru öflugir kvenleiðtogar í matreiðslu og koma víða að.
Adriana Solis Cavita – kemur frá Mexíkó og verður á veitingastaðnum GOTT
Rosie May Maguire – kemur frá Bretlandi og verður á veitingastaðnum Slippnum
Renata Zalles – kemur frá Bólivíu og verður á veitingastaðnum Einsa kalda.
Dagskráin á opnunarhátíðinni:
Tónlistarfólk úr Eyjum spilar létta tóna.
Kynningar og smakk á matvælum úr Eyjum frá VSV, Ísfélagi Vestmannaeyja, og Brothers Brewery. Frumsýning og kynning á nýjum bjór frá Brothers Brewery, veitingar frá Ölgerðinni.
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri opnar hátíðina.
Sjávarsamfélagið Vestmannaeyjar
Frosti Gíslason
Kynning á sigurvegurum í matreiðslukeppni Íslandsstofu / Seafood from Iceland.
Hugmyndafræði matarhátíðarinnar og hráefnið.
Gísli Matthías Auðunsson og kynning matreiðslumeistaranna.
Kynning á gestakokkum og réttum hátíðarinnar.
Listasýningin ,,Sjávarsamfélagið”
Listakonur úr Listafélaginu Litku sýna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024