Uppskriftir
Grillaðar Lambakótelettur – Helvítis kokkurinn kann´etta
Lambakótelettur 2 kg
Marinering:
2 msk Carolina reaper
100 gr olía
1 msk dijon sinnep
1 msk paprika
1 msk Insaporitori frá Olifa
salt og pipar
Klassískt kartöflusalat
1 kg soðnar kartöflur afhýddar
2 msk sýrður rjómi
4 msk mayo
1 tsk aromat
salt og pipar
1 skalottulaukur
8 soðin egg
10 gr graslaukur
10 gr steinselja
4 stk súrar gúrkur
Grillsósa Helvítis:
1 msk Helvítis eldpiparsulta – Surtsey og ananas
1 msk sýrður rjómi
1 msk Hellmans mayones
kóríander
steinselja
Salt og pipar
Hrásalat
100 gr hvítkál
100 gr rauðkál
½ epli
2 msk ananassafi
50 gr dole ananas
Kóriander
Dill
Safi úr ¼ af appelsínu
salt
Pipar
Aðferð
Marinering og kjöt
Blandið olíu, Helvítis eldpiparsultu Carolina Reaper og Bláberjum, Dijon sinnepi, paprikudufti og Insaporitori, saman og veltið kótelettum upp úr marineringunni og látið standa í um 1 klst við stofuhita. Grillið í 3 mín á hvorri hlið og kryddi með salti og pipar.
Kartöflusalat
Sjóðið kartöflur, kælið og skerið í bita. Saxið graslauk, shallot, súrar gúrkur, steinselju og egg. Blandið saman mayones, sýrðum rjóma, salti, pipar og aromati í skál. Blandið öllu saman í stórri skál og smakkið til með salti og pipar.
Hrásalat
Rífið niður hvítkál, rauðkál og epli með mandolíni og setjið í skál. Saltið og piprið blönduna. Hellið ananas og appelsínusafa yfir. Saxið ananas og kryddjurtir út í og blandið öllu vel saman
Helvítis grillsósan
Blandið saman Helvítis eldpiparsultu Surtsey og ananas, Hellmans mayonesi og sýrðum rjóma. Saxið kryddjurtir útí og blandið. Smakkið til með salti og pipar.
Horfið á þáttinn hér:
Höfundur er Ívar Örn Hansen betur þekktur sem Helvítis kokkurinn en hann kennir okkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á fimmtudögum á Stöð 2, Vísi og á Stöð 2+ í sumar.
Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.
Myndir: skjáskot úr myndbandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu