Uncategorized
Austurrísk vín fá góða umfjöllun í Gestgjafanum
Austurrísk víngerð er einhver sú mest spennandi um þessar mundir þegar litið er til heimsins alls og alveg makalaust hversu góð þessi vín eru að jafnaði. Þótt hvítvín hafi verið meira áberandi í Austurríki og þá úr þrúgum eins og grüner veltliner og riesling eru rauðvínin ekki síður spennandi úr þrúgum eins og zweigelt og blaufränkisch (Kollwentz Blaufränkisch Vom Leithagebirge 2003) sem eru staðbundnar austurrískar þrúgur. Og nú vil ég að lesendur Gestgjafans taki við sér og prófi sjálfir hversu góð þessi vín eru. Þetta vín er meðaldjúpt og þétt að sjá með rauðfjólubláan lit og meðalopna angan af rauðum, sultuðum berjum í bland við dökk ber, pipar, sveskju, kaffi, bláberjasultu, vanilla og jörð. Í munni er það þurrt, þétt og langt með töluverð tannin og flotta byggingu. Það rís hátt og lifir lengi og í því má finna mjög dökk ber, kirsuber, apótekaralakkrís, sveskju, pipar og þurrkaða ávexti. Kryddað og glæsilegt vín sem er flott með rauðu kjöti, villibráð og bragðmiklum pastaréttum.
Í reynslusölu vínbúðanna 1.930,-. Góð kaup. Hiti: 17-19°C. Geymsla: Drekkið núna og til 2010.
Þorri Hringsson.
Af heimasíðu Víno
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni4 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni3 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Jólabollukeppni Barþjónaklúbbs Íslands á Gauknum til styrktar Píeta Samtökunum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólatilboð á Segers vörum